Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
Sjáðu síðasta víti Stjörnunnar og stemninguna hjá Kára í Akraneshöllinni
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
   sun 23. október 2022 17:13
Arnar Laufdal Arnarsson
Tiago: Fram er mitt heimili
Búinn að vera geggjaður í sumar
Búinn að vera geggjaður í sumar
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mér fannst frammistaðan hjá okkur góð alveg frá byrjun og við spiluðum góðan fótbolta og þú sérð það á mörkunum að við búum yfir gæðum og við verðum bara að halda áfram og undirbúa okkur fyrir næsta verkefni" Sagði sá portúgalski Tiago Fernandes leikmaður Fram í samtali við Fótbolta.net eftir 3-0 sigur á FH.

Lestu um leikinn: Fram 3 -  0 FH

Hvernig metur Tiago þetta tímabil í heild sinni hjá Fram?

"Í byrjun tímabils var þetta erfitt en þegar við byrjum að vinna fáum við mikið sjálfstraust og förum að koma stigum á töfluna og ég held að þetta hafi bara verið ágætt tímabil. Auðvitað viljum við enda í þessum efri helming deildarinnar en svo var ekki í ár, það er einn leikur eftir og við viljum klára tímabilið með stæl"

Tiago fór frá Grindavík í Fram á sínum tíma, hvers vegna?

"Vegna þess að ég missti heilt ár af fótbolta vegna meiðsla og svo kom Covid og ég þurfti bara að taka ákvörðun og þetta var mín ákvörðun. Fyrir mér var þetta gott fyrir mig persónulega, að prófa að fara í annað félag á Íslandi og prófa nýja hluti og spila öðruvísi fótbolta. Fram er mitt heimili og mér líður vel hérna og þess vegna framlengdi ég samninginn minn um tvö ár"

Talandi um nýja samninginn, hvað kom til að Tiago ákvað að framlengja?

"Ég held að allir vita að önnur lið voru að tala við mig en eins og ég sagði líður mér vel í Fram, ég átti samtal við stjórnina og þau hafa stót markmið og reyna koma Fram á sem hæstan stall í kringum þessi stóru lið á Íslandi, að keppa við þessi stóru lið og við munum halda áfram að æfa vel, gefa allt í hlutina og koma Fram á þann stað sem félagið á skilið að vera á"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner