Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 23. október 2022 17:13
Arnar Laufdal Arnarsson
Tiago: Fram er mitt heimili
Búinn að vera geggjaður í sumar
Búinn að vera geggjaður í sumar
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mér fannst frammistaðan hjá okkur góð alveg frá byrjun og við spiluðum góðan fótbolta og þú sérð það á mörkunum að við búum yfir gæðum og við verðum bara að halda áfram og undirbúa okkur fyrir næsta verkefni" Sagði sá portúgalski Tiago Fernandes leikmaður Fram í samtali við Fótbolta.net eftir 3-0 sigur á FH.

Lestu um leikinn: Fram 3 -  0 FH

Hvernig metur Tiago þetta tímabil í heild sinni hjá Fram?

"Í byrjun tímabils var þetta erfitt en þegar við byrjum að vinna fáum við mikið sjálfstraust og förum að koma stigum á töfluna og ég held að þetta hafi bara verið ágætt tímabil. Auðvitað viljum við enda í þessum efri helming deildarinnar en svo var ekki í ár, það er einn leikur eftir og við viljum klára tímabilið með stæl"

Tiago fór frá Grindavík í Fram á sínum tíma, hvers vegna?

"Vegna þess að ég missti heilt ár af fótbolta vegna meiðsla og svo kom Covid og ég þurfti bara að taka ákvörðun og þetta var mín ákvörðun. Fyrir mér var þetta gott fyrir mig persónulega, að prófa að fara í annað félag á Íslandi og prófa nýja hluti og spila öðruvísi fótbolta. Fram er mitt heimili og mér líður vel hérna og þess vegna framlengdi ég samninginn minn um tvö ár"

Talandi um nýja samninginn, hvað kom til að Tiago ákvað að framlengja?

"Ég held að allir vita að önnur lið voru að tala við mig en eins og ég sagði líður mér vel í Fram, ég átti samtal við stjórnina og þau hafa stót markmið og reyna koma Fram á sem hæstan stall í kringum þessi stóru lið á Íslandi, að keppa við þessi stóru lið og við munum halda áfram að æfa vel, gefa allt í hlutina og koma Fram á þann stað sem félagið á skilið að vera á"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner