Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
banner
   sun 23. október 2022 16:33
Arnar Laufdal Arnarsson
Venni: Getur aldrei hrósað mönnum fyrir slíkt
Ánægður með hugarfarið í dag
Ánægður með hugarfarið í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Þannig líður mér akkurat núna strax eftir leik að þetta hafi allavega verið jafn leikur eða mér fannst við ekki spila það illa að við verðskulduðum 3-0 tap en boltinn er svona stundum ef þeir nýta færin og við ekki þá getur niðurstaðan verið svona" Sagði Sigurvin Ólafsson þjálfari FH eftir 3-0 tap gegn Fram í dag.

Lestu um leikinn: Fram 3 -  0 FH

Hvað sagði Venni við strákana eftir leik, frammistaðan ágæt og stöngin út leikur?

"Það var í raun og veru erfitt fyrir mig að sparka eitthvað í þá því mér fannst ekki vanta upp á vilja og ákefð og grimmd svona almennt í leiknum, þeir voru skrefinu á undan þarna í þrjú skipti og varnarlega líka þeir bjarga á línu þarna tvisvar eða þrisvar, það er það sem við þurfum að laga en að öðru leiti mættu menn alveg til leiks með rétt hugarfar og sýndu ágætis kafla og góða grimmd en auðvitað óásættanlegt að tapa 3-0, þú getur aldrei hrósað mönnum fyrir slíkt fyrir að ná í slíka niðurstöðu"

Lokaleikurinn í næstu umferð hefur litla þýðingu þar sem ÍA eru gott sem fallnir og FH með öruggt sæti í deild þeirra bestu árið 2023, hvernig fara FH inn í þann leik?

"Bara eins og alltaf að reyna byggja á þessu attitude-i að mæta til leiks til þess að ná vinna, það var planið í dag alveg sama hvernig staðan er í deildinni, að vinna hér í dag var planið, að vinna Skagann í næstu umferð er planið og það þarf bara að undirbúa sig fyrir það eins og hvern annann leik, æfa vel í vikunni og missa ekki móðinn þótt þetta hefur verið langt og strangt tímabil og gengið á ýmsu. Menn eru fljótt farnir að sakna tímabilsins um leið og það er búið þannig við verðum að njóta þess það er bara einn leikur eftir"

Verður Sigurvin með FH á næsta tímabili?

Já klárt
Athugasemdir
banner
banner