Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 24. janúar 2021 21:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kjarnafæðismótið: Þór/KA 2 kom til baka og sigur hjá Samherjum
Völsungur missti forystuna frá sér í seinni hálfleik.
Völsungur missti forystuna frá sér í seinni hálfleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það fóru tveir leikir fram í Kjarnafæðismótinu í dag. Það áttu að fara fram þrír leikir en leik Völsungs og Magna var frestað vegna veðurs.

Í Kjarnafæðismóti kvenna mættust Þór/KA 2 og Völsungur. Húsvíkingar byrjuðu betur og leiddu 2-0 að fyrri hálfleiknum loknum. Krista Eik Harðardóttir og Hildur Anna Brynjarsdóttir með mörkin. Þór/KA 2 mættu hins vegar vel gíraðar í seinni hálfleikinn og náðu að jafna metin; Sonja Björg Sigurðardóttir með bæði mörkin.

Fleiri mörk voru ekki skoruð og lokatölur 2-2 í Boganum. Þetta var fyrsti leikur Völsungs í mótinu en Þór/KA 2 hefur spilað tvo leiki og er með eitt stig eftir þá.

Í B-deild karla áttust KA 3 og Samherjar við. Þar höfðu Samherjar, sem eru í 4. deild, betur. Eysteinn Bessi Sigmarsson og Árni Gunnar Ellertsson gerðu mörkin. Um var að ræða fyrsta leikinn í B-deild á þessu ári.

Kjarnafæðismót kvenna
Þór/KA 2 2 - 2 Völsungur
0-1 Krista Eik Harðardóttir
0-2 Hildur Anna Brynjarsdóttir ('30)
1-2 Sonja Björg Sigurðardóttir ('54)
2-2 Sonja Björg Sigurðardóttir ('57)

Kjarnafæðismót - B-deild karla
KA 3 0 - 2 Samherjar
Mörk Samherja: Eysteinn Bessi Sigmarsson og Árni Gunnar Ellertsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner