Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 24. janúar 2022 13:30
Elvar Geir Magnússon
Lukaku hræddur við að gera mistök
Lukaku er ekki að spila nægilega vel.
Lukaku er ekki að spila nægilega vel.
Mynd: EPA
Romelu Lukaku, sóknarmaður Chelsea, er ekki að ná að sýna sínar bestu hliðar um þessar mundir. Lukaku pirraði stuðningsmenn Chelsea um áramótin þegar viðtal birtist við hann þar sem hann sagðist óánægður í leikkerfi Thomas Tuchel hjá Chelsea og að hugur sinn væri enn hjá Inter.

Síðan hefur Tuchel rætt við Lukaku og sagt að málið sé að baki. Belgíski sóknarmaðurinn hefur hinsvegar ekki náð að finna sig almennilega.

„Eftir að hafa horft á þetta utan frá þá hef ég þá tilfinningu að hann sé hræddur við að gera mistök. Hann þorir ekki að taka neina áhættu í leik sínum," segir Gus Poyet, fyrrum leikmaður Chelsea, í samtali við BBC.

„Hann vill ekki tapa boltanum því hann er hræddur um hvað fólk segir og hvaða viðbrögð koma úr stúkunni. Allt sem hann gerir núna er 100% öruggt. Hann verður að slaka á og spila fótboltann eins og hann var vanur, reyna að skora mörk."
Athugasemdir
banner
banner