Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 24. janúar 2023 21:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Segja að VAR hafi brugðist - Markið hjá Joelinton átti að standa
Mynd: EPA

Það er markalaust í hálfleik í viðureign Southampton og Newcastle en boltinn hefur þó einu sinni farið í netið.


Joelinton kom boltanum í netið en dómari leiksins dæmdi markið ógilt þar sem hann taldi að boltinn hafi farið í höndina á honum. VAR skoðaði atvikið og staðfesti dóminn.

Það virðist þó sem boltinn hafi farið í síðuna á Joelinton og þaðan í höndina. Shay Given fyrrum markvörður Newcastle og Les Ferdinand fyrrum sóknarmaður Newcastle segja markið vera gott og gilt.

Þeir eru sérfræðingar hjá Sky Sports yfir leiknum.

„Við erum með VAR að ástæðu. Þetta er löglegt mark. Hann verður að gefa markið," sagði Given.

„Ég er fulltrúi framherjana, þetta fer af mjöðminni og rúllar upp bringuna á honum. Frá sjónarhorni dómarans virðist þetta vera hendi," sagði Ferdinand

Markið má sjá með því að smella hér.


Athugasemdir
banner
banner