Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 24. janúar 2023 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Þarf tvær stoðsendingar til að bæta met Drogba
Riyad Mahrez
Riyad Mahrez
Mynd: EPA
Alsírmaðurinn Riyad Mahrez er aðeins tveimur stoðsendingum frá því að bæta met Didier Drogba í ensku úrvalsdeildinni.

Mahrez er á níunda ári sínu í úrvalsdeildinni en hann spilaði fyrstu fjögur árin með Leicester áður en hann gekk í raðir Manchester City árið 2018.

Hann er nú kominn með 54 stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni og aðeins tveimur stoðsendingum frá því að vera sá Afríkumaður með flestar stoðsendingar í deildinni.

Fílabeinsstrendingurinn Didier Drogba lagði upp 55 mörk á tíma sínum hjá Chelsea en hann spilaði með liðinu átta ár frá 2004 til 2012 áður en hann snéri síðan aftur eitt tímabil frá 2015 til 2016.

Drogba var sá Afríkumaður sem var með flest mörk og stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni en Mohamed Salah bætti markametið fyrir tveimur árum.
Athugasemdir
banner
banner
banner