Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
   fös 24. janúar 2025 09:30
Elvar Geir Magnússon
Curtis Jones ekki með gegn Ipswich
Topplið ensku úrvalsdeildarinnar, Liverpool, tekur á móti Ipswich á Anfield á morgun. Ipswich fékk 6-0 skell gegn Manchester City um síðustu helgi og er í 18. sæti, í fallsæti.

Arne Slot greindi frá því á fréttamannafundi í morgun að miðjumaðurinn Curtis Jones verði ekki með í leiknm en hann var tekinn af velli í hálfleik í sigrinum gegn Lille í Meistaradeildinni á þriðjudaginn.

„Bíðum og sjáum hvort hann verði með gegn PSV og Bournemouth," segir Slot um næstu leiki á eftir viðureigninni gegn Ipswich.

„Ipswich hefur bætt sig eftir því sem á tímabilið hefur liðið. Þeir hafa gert andstæðingunum erfitt fyrir en það var undantekning um síðustu helgi, kannski vegna þess að Manchester City er að verða City aftur," segir Slot um mótherja morgundagsins.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner