Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 24. febrúar 2020 16:15
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Kári Árna: Glórulaust að fara 36 ára í hark í Skotlandi
Kári Árnason.
Kári Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason, varnarmaður íslenska landsliðsins og Víkings R, var gestur í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu á laugardaginn. Kári talaði þar um ferilinn og meðal annars þegar hann spilaði með Aberdeen í Skotlandi veturinn 2017/2018 fyrir HM í Rússlandi.

„Það var glórulaust að fara í þetta hark 36 ára. Þetta var hrikalegt. Þetta voru slagsmál í hverri viku og þetta var ekki gott," sagði Kári.

„Þetta er svakaleg harka og hraði. Boltinn snertir lítið jörðina og þjálfararnir vijla það líka. Við vorum með hörkulið hjá Aberdeen og menn sem fóru í ensku úrvalsdeildina, til Celtic og Bandaríkjanna. Þjálfarinn vildi ekki sjá það að spila boltanum. Hann vildi negla þessu upp í horn og elta. Veðrið er ekki betra en hér á veturnar. Þetta var mjög mikið hark."

Kári segir að landsleikjahléin hafi gert mikið fyrir sig bæði þegar hann var hjá Aberdeen og þegar hann var hjá Gençlerbirliği í Tyrklandi á síðasta tímabili.

„Ég hlakkaði svo til að komast í landsleiki og þessar tíu daga pásur þar héldu mér gangi bæði þegar ég var í Aberdeen og í Tyrklandi," sagði Kári.
Kári klár í slaginn - Gestur vikunnar í útvarpsþættinum
Athugasemdir
banner
banner