Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 24. febrúar 2020 15:00
Magnús Már Einarsson
Rudiger: Kynþáttafordómarnir unnu
Mynd: Getty Images
Antonio Rudiger, varnarmaður Chelsea, segir að kynþáttafordómar hafi unnið eftir að engar sannanir fundust um að áhorfendur hefðu verið með fordóma í hans garð í leik Chelesa og Tottenham í desember.

Leikurinn var stoppaður eftir að Rudiger kvartaði yfir kynþáttafordómum. Málið var rannsakað en engar sannanir fundust að stuðningsmenn Tottenham hefðu verið með fordóma.

„Þeim var ekki refsað og að lokum er ég fórnarlambið. Ég mun ekki gefast upp. Ég mun alltaf segja það sem ég vil en í þessu máli er ég einn," sagði Rudiger.

„Kynþáttafordómarnir hafa unnið. Þeir sem frömdu þessi brot geta komið aftur á völlinn og það sýnir að þetta fólk hefur unnið. Þetta er skelfing."

„Ég varð faðir síðastliðinn fimmtudag og þá byrjar þú að hugsa að samfélagið sé ekki komið lengra í að berjast gegn fordómum, svo krakkarnir mínir munu mögulega þjást líka. Ef ekkert breytist og krakkar fá ekki góða menntun og uppeldi þá töpum við."

Athugasemdir
banner
banner