Man Utd ætlar að selja Antony - Zirkzee til Arsenal?
   lau 24. febrúar 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópa í dag - Stórliðin þurfa sigra
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það er nóg um að vera í evrópska boltanum í dag þar sem mikil spenna ríkir fyrir lokakafla tímabilsins.

Í efstu deild á Ítalíu eiga Albert Guðmundsson og félagar í Genoa heimaleik gegn Udinese. Sigur í kvöld gæti kveikt í vonarneista hjá nýliðunum um að geta blandað sér í baráttuna um síðasta Evrópusætið.

Sassuolo og Empoli eigast einnig við í fallbaráttuslag áður en botnlið Salernitana tekur á móti Monza, sem getur gert tilraun til að blanda sér í baráttu um Evrópusæti með sigri.

Í spænska boltanum eru einnig þrír leikir á dagskrá, þar sem Barcelona tekur á móti Getafe í fyrsta leik dagsins. Börsungar geta klifrað yfir spútnik lið Girona og upp í annað sæti deildarinnar með sigri, en Girona mun þá eiga leik til góða.

Alavés og Mallorca eigast svo við í neðri hlutanum áður en botnlið Almeria, sem er án sigurs eftir 25 umferðir af deildartímabilinu, tekur á móti lærisveinum Diego Simeone í Atlético Madrid. Atletico er í fjórða sæti sem stendur en getur misst það frá sér takist liðinu ekki að sigra í kvöld.

Að lokum er komið að þýska boltanum þar sem FC Bayern þarf nauðsynlega sigur á heimavelli gegn RB Leipzig eftir hörmulegt gengi í síðustu leikjum.

Bæjarar eru ellefu stigum á eftir toppliði Bayer Leverkusen og geta því minnkað bilið niður í átta stig með sigri í dag.

Stuttgart situr í þriðja sæti og getur minnkað bilið á milli sín og Bayern niður í eitt stig með sigri, en Bayern er með leik til góða.

Serie A:
14:00 Sassuolo - Empoli
17:00 Salernitana - Monza
19:45 Genoa - Udinese

La Liga:
15:15 Barcelona - Getafe
17:30 Alaves - Mallorca
20:00 Almeria - Atletico Madrid

Bundesliga:
14:30 Union Berlin - Heidenheim
14:30 M'Gladbach - Bochum
14:30 Werder Bremen - Darmstadt
14:30 Stuttgart - Köln
17:30 Bayern - RB Leipzig
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 31 26 4 1 75 15 +60 82
2 Milan 31 21 5 5 60 34 +26 68
3 Juventus 32 18 9 5 45 24 +21 63
4 Bologna 32 16 11 5 45 25 +20 59
5 Roma 31 16 7 8 56 35 +21 55
6 Atalanta 30 15 5 10 55 34 +21 50
7 Lazio 32 15 4 13 41 35 +6 49
8 Napoli 31 13 9 9 48 38 +10 48
9 Torino 32 11 12 9 31 29 +2 45
10 Fiorentina 30 12 7 11 42 35 +7 43
11 Monza 32 11 10 11 34 41 -7 43
12 Genoa 31 9 11 11 34 38 -4 38
13 Lecce 32 7 11 14 27 48 -21 32
14 Cagliari 31 7 9 15 32 52 -20 30
15 Udinese 31 4 16 11 30 47 -17 28
16 Empoli 32 7 7 18 25 48 -23 28
17 Verona 31 6 9 16 28 42 -14 27
18 Frosinone 31 6 8 17 38 61 -23 26
19 Sassuolo 31 6 7 18 36 59 -23 25
20 Salernitana 32 2 9 21 26 68 -42 15
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 28 24 4 0 69 19 +50 76
2 Bayern 29 20 3 6 82 36 +46 63
3 Stuttgart 29 20 3 6 67 34 +33 63
4 RB Leipzig 29 17 5 7 67 33 +34 56
5 Dortmund 29 16 8 5 57 34 +23 56
6 Eintracht Frankfurt 29 10 12 7 43 39 +4 42
7 Augsburg 29 10 9 10 47 46 +1 39
8 Hoffenheim 29 10 6 13 49 57 -8 36
9 Freiburg 28 10 6 12 40 52 -12 36
10 Heidenheim 29 8 10 11 42 50 -8 34
11 Gladbach 29 7 10 12 50 56 -6 31
12 Werder 28 8 7 13 36 44 -8 31
13 Union Berlin 29 8 5 16 25 45 -20 29
14 Wolfsburg 29 7 7 15 34 50 -16 28
15 Bochum 29 5 12 12 34 59 -25 27
16 Mainz 29 5 11 13 30 47 -17 26
17 Köln 29 4 10 15 23 51 -28 22
18 Darmstadt 28 2 8 18 28 71 -43 14
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 31 24 6 1 67 20 +47 78
2 Barcelona 31 21 7 3 62 34 +28 70
3 Girona 31 20 5 6 63 39 +24 65
4 Atletico Madrid 31 19 4 8 59 36 +23 61
5 Athletic 30 16 8 6 50 28 +22 56
6 Real Sociedad 30 13 10 7 43 31 +12 49
7 Betis 31 11 12 8 38 37 +1 45
8 Valencia 30 12 8 10 33 32 +1 44
9 Getafe 31 9 12 10 37 43 -6 39
10 Osasuna 30 11 6 13 36 43 -7 39
11 Villarreal 30 10 8 12 48 53 -5 38
12 Las Palmas 30 10 7 13 29 33 -4 37
13 Alaves 30 8 8 14 26 36 -10 32
14 Mallorca 31 6 13 12 25 36 -11 31
15 Vallecano 31 6 13 12 25 38 -13 31
16 Sevilla 30 7 10 13 37 44 -7 31
17 Celta 31 6 10 15 33 46 -13 28
18 Cadiz 31 4 13 14 21 41 -20 25
19 Granada CF 30 2 8 20 30 60 -30 14
20 Almeria 30 1 10 19 28 60 -32 13
Athugasemdir
banner
banner