Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   lau 24. febrúar 2024 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Oliver Glasner: Ég er ekki David Copperfield
Mynd: EPA
Oliver Glasner er nýtekinn við Crystal Palace og horfði á nýja lærisveina sína gera 1-1 jafntefli við Everton um síðustu helgi.

Glasner sat í stúkunni í þeirri viðureign og mun stýra liðinu í fyrsta sinn í dag, þegar Palace tekur á móti botnliði Burnley. Nýi þjálfarinn byrjar þar á gríðarlega mikilvægum leik sem stjórn félagsins og stuðningsmenn flokka sem skyldusigur í fallbaráttunni.

Palace er í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið.

„Ég er enginn galdramaður, ég er ekki David Copperfield. Það er mikilvægt að allir innan félagsins taki saman höndum til að við getum náð okkar markmiðum," sagði Glasner á fréttamannafundi í gær.

„Mér líst vel á þennan leikmannahóp þó að við séum búnir að halda fleiri liðsfundi heldur en æfingar. Við erum einbeittir að leiknum gegn Burnley, það er mikilvægt fyrir okkur að ná í þrjú stig á heimavelli."

Stuðningsmenn Crystal Palace hafa mótmælt eignarhaldi félagsins í fortíðinni en Glasner segist búast við miklum stuðningi gegn Burnley í dag.

„Þegar maður er með lítið af stigum þá þarf maður á stuðningi að halda og ég er viss um að stuðningsmenn munu hvetja okkur af fullum krafti strax í þessum leik. Ég er sannfærður um að þeir muni styðja við bakið á okkur út tímabilið."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 20 14 5 1 48 20 +28 47
2 Arsenal 21 12 7 2 41 19 +22 43
3 Nott. Forest 21 12 5 4 30 20 +10 41
4 Newcastle 21 11 5 5 37 23 +14 38
5 Chelsea 21 10 7 4 41 26 +15 37
6 Man City 21 10 5 6 38 29 +9 35
7 Aston Villa 21 10 5 6 31 32 -1 35
8 Bournemouth 21 9 7 5 32 25 +7 34
9 Fulham 21 7 9 5 32 30 +2 30
10 Brentford 21 8 4 9 40 37 +3 28
11 Brighton 20 6 10 4 30 29 +1 28
12 West Ham 21 7 5 9 27 41 -14 26
13 Tottenham 21 7 3 11 43 32 +11 24
14 Crystal Palace 21 5 9 7 23 28 -5 24
15 Man Utd 20 6 5 9 23 28 -5 23
16 Everton 20 3 8 9 15 26 -11 17
17 Ipswich Town 20 3 7 10 20 35 -15 16
18 Wolves 21 4 4 13 32 48 -16 16
19 Leicester 21 3 5 13 23 46 -23 14
20 Southampton 20 1 3 16 12 44 -32 6
Athugasemdir
banner
banner
banner