Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mán 24. febrúar 2025 09:00
Hafliði Breiðfjörð
Le Mans
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Kvenaboltinn Icelandair
Emilía á æfingu íslenska liðsins í Le Mans í gær.
Emilía á æfingu íslenska liðsins í Le Mans í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leiknum gegn Sviss.
Úr leiknum gegn Sviss.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er búið að vera mjög fínt, Sviss var mjög næs staður og mér líkar vel hérna líka," sagði Emilía Kiær Ásgeirsdóttir miðjumaður Íslands við Fótbolta.net í Le Mans í Frakklandi gær en hún er með íslenska landsliðinu sem gerði markalaust jafntefli við Sviss í Zurich á föstudaginn og mætir svo Frökkum á morgun.

Aðspurð út í leikinn gegn Sviss sagði Emilía: „Hann var svolítið skrítinn, eftir leikinn var svolítið öðruvísi tilfinning því við spiluðum ekki okkar besta leik en náðum samt að loka alveg á svissneska liðið sem er gott lið," sagði hún en hvað fannst henni vanta uppá?

„Það vantaði aðeins meiri ró á boltann þegar við komum framar á völlinn. Við getum alveg gert það því við erum með mjög góða leikmenn í hópnum. Við getum sett meiri kröfur á okkur og vitum það öll sjálf."

Varstu hissa á að fá að byrja leikinn? „Ég býst aldrei við neinu þegar ég kem hingað inn. Ég geri mitt besta með félagsliðinu og hef alltaf verið mjög ánægð með að vera valin í landsliðshópinn. Það er bónus ef ég get hjálpað liðinu og Steini ákveður að ég eigi að byrja."

Er að hjá þér eins og mörgum öðrum í hópnum, tilhlökkin að fá að koma í hópinn og hitta stelpurnar?

„Já það er þannig, ég sé þær ekki daglega en svo kem ég hingað og er með þessum stelpum 24/7. Þetta er öðruvísi en mjög næs stelpur."

Hvernig leik heldurðu að við séum að fara í gegn Frökkum?

„Þetta verður öðruvísi leikur en gegn Sviss. Þetta er allt annað lið, heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum. Ég er mjög spennt að upplifa þetta tempó. Við erum við því búnar að varnarleikurinn þarf að vera mjög góður. Ég hef séð Frakkana í sjónvarpinu og á stórmótum og það er mjög spennandi að vera að fara að spila gegn þeim."

Nánar er rætt við Emilíu í spilaranum að ofan. Þar fer hún yfir ný félagaskipti sín til Leipzig í Þýskalandi og viðbrigðin við að fara þangað úr danska boltanum.
Athugasemdir
banner