Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mán 24. febrúar 2025 08:00
Hafliði Breiðfjörð
Le Mans
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Kvenaboltinn Icelandair
Katla á æfingu íslenska landsliðsins í Le Mans í gær.
Katla á æfingu íslenska landsliðsins í Le Mans í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Stemmningin í hópnum er góð og við erum í fullum undirbúningi fyrir leikinn á þriðjudaginn," sagði Katla Tryggvadóttir sem er í landsliðshópi Íslands sem mætir Frakklandi í Þjóðadeildinni annað kvöld en leikið er í Le Mans.

Katla var á meðal varamanna þegar Island gerði markalaust jafntefli við Sviss í Zurich á föstudaginn.

„Við spiluðum flottan varnarleik, vorum þéttar og gáfum ekki mörg færi á okkur," sagði Katla.

„Það vantaði aðeins upp á sóknarleikinn en ég er viss um að það komi á móti Frakklandi," hélt hún áfram, en hvað þarf að gera öðruvísi gegn Frökkum?

„Við vorum að skoða klippur í morgun með hvaða svæði eru opin fyrir okkur og það þarf bara að vinna úr því svæði. Frakkar eru eitt besta landslið í heiminum svo þetta verður erfiður leikur en við eigum fullt breik í Frakkana. Ég fer ótrúlega spennt í þennan leik."

Gerirðu þér von um að fá mínútur? „Að sjálfsögðu vill maður alltaf spila en ég tek það hlutverk sem mér er gefið."

Katla segir mikla stemmningu í hópnum og finnst gaman að hitta hópinn.

„Þetta eru bestu vinkonur mínar og ótrúlega gaman að vera með stelpunum."

Katla spilar með sænska liðinu Kristianstad og gekk í raðir félagsins fyrir ári síðan. Á dögunum var tilkynnt að hún hafi verið gerð að fyrirliða liðsins.

„Þetta kom mér smá á óvart en er ótrúlega mikill heiður fyrir mig að finna fyrir trausti frá þjálfurunum. Ég er stolt af þessu."

„Ég var kölluð á fund fyrir æfingu og þau sögðu mér þetta. Ég set liðið mitt alltaf í fyrsta sæti og reyni að gera mitt besta til að verða betri og liðið mitt verði betra."


Nú ertu kominn í það hlutverk að það ert þú sem dómarinn vill ræða við þegar þarf að skamma liðið. „Ég held ég sé með ágætis tök á dómurunum," sagði Katla hlæjandi í lokin.

Athugasemdir
banner