banner
   þri 24. mars 2020 23:30
Brynjar Ingi Erluson
Allardyce sér ekkert annað í stöðunni en að aflýsa tímabilinu
Mynd: Getty Images
Enski knattspyrnustjórinn Sam Allardyce er hræddur um að sá möguleiki um að aflýsa tímabilinu á Englandi sé óumflýjanlegur eins og staðan er í dag.

Ástandið á Bretlandseyjum er ansi svart en heilbrigðiskerfið þar hefur ekki undan vegna áhrifa kórónuveirunnar.

Ekkert er spilað á Englandi og má fólk aðeins fara út úr húsi til að versla mat og aðrar nauðsynjar.

Allardyce sér ekkert annað í stöðunni en að aflýsa tímabilinu og hefja nýtt tímabil í haust.

„Ég er ansi hræddur um það að við ættum að aflýsa tímabilinu og hefja nýtt tímabil í haust. Ég veit ekki hvernig þeir ætla að fara að því að klára tímabilið þegar heilbrigðiskerfið er eins og það er núna. Það þurfa allir að vera heima og þetta eru erfiðir tímar," sagði Allardyce.

„Veiran hefur dreift sér hratt og hún virðist ætla að taka mörg líf. Það eina í stöðunni er að einangra sig og þetta yrði auðvitað fúlt fyrir mörg lið."

„Liverpool hefur átt frábært tímabil en líf fólks er það sem skiptir máli og það er ekkert mikilvægara,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner