Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 24. mars 2020 11:51
Elvar Geir Magnússon
Myndband: Leikmenn Bayern æfðu saman í gegnum videofund
Mynd: Getty Images
Vegna heimsfaraldursins þurfa ótalmargir liðsíþróttamenn um allan heim að æfa heima hjá sér um þessar mundir.

Þýskalandsmeistarar Bayern München fóru nýja leið og héldu leikmenn myndbandsfund í gegnum Zoom kerfið þar sem þeir æfðu saman.

Styrktarþjálfarinn Holger Broich stýrir æfingum og segir að leikmenn séu með sérstök snjallúr sem mæla æfingaframlög þeirra.

Myndbandsfundirnir standa yfir í 75-90 mínútur.

Þýska blaðið Bild segir að leikmenn Bayern hafi samþykkt að taka á sig 20% launalækkun til að sýna samstöðu á meðan ástandið varir. Það sé til þess að starfsfólk félagsins haldi sínum tekjum.


Athugasemdir
banner
banner
banner