Búast við að De Bruyne skrifi undir - Chelsea vill kaupa Trafford - Thiago spilandi aðstoðarþjálfari Barca - PSG býður 100 milljónir fyrir...
   fös 24. mars 2023 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Shaw fékk tvö gul á innan við mínútu - Gott fyrir Man Utd?
Mynd: EPA
Luke Shaw, vinstri bakvörður enska landsliðsins gegn Ítalíu í gær, fékk að líta tvö gul spjöld á mínútu kafla þegar skammt var eftir af leiknum, þar með rautt. England leiddi þá 1-2 í Napoli og urðu það lokatölur leiksins.

Einungis 54 sekúndur liðu á milli spjaldanna og niðurstaðan sú að Shaw fær núna tíu daga hvíld fyrir næsta leik Manchester United. Hann verður í leikbanni þegar England mætir Úkraínu á sunnudag.

Fyrra gula spjaldið fékk hann fyrir leiktöf - var of lengi að taka innkast - og það seinna fyrir brot innan við mínútu síðar.

Til að loka leiknum brá þjálfarinn Gareth Southgate á það ráð að taka miðjumanninn Phil Foden af velli og setti Kieran Trippier inn í hans stað.

Framundan eru fullt af leikjum hjá félagasliði Shaw, Manchester United. Næsti leikur liðsins er gegn Newcastle 2. apríl og eflaust af stuðningsmönnum liðsins sem fagna því að bakvörðurinn fái smá hvíld fram að því.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner