Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   sun 24. apríl 2022 21:16
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Fengum á okkur eitt skítamark
Sigurður Ragnar og Haraldur aðstoðarþjálfari hans
Sigurður Ragnar og Haraldur aðstoðarþjálfari hans
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við góðir í dag, mér fannst frábær barátta í liðinu, við þorðum að hafa boltann og náðum að setja góðan þrýsting á Valsliðið og þá sérstaklega í seinni hálfleiklnum. Fengum á okkur eitt skítamark en það telur ansi mikið og mér fannst við eiga skilið að fá meira út úr leiknum. “
Sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur um leik sinna manna eftir 1-0 tap Keflavíkur gegn Val í Keflavík í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  1 Valur

Keflvíkingar búa að því að leikmaður sem fyrirfram var búist við að yrði lítið með í sumar hefur náð sér nægjanlega til að spila með en Rúnar Þór Sigurgeirsson átti ágætis leik fyrir Keflavík í kvöld og virðist vera í fínu formi.

„Rúnar er einn af bestu leikmönnum liðsins og er A-landsliðsmaðurinn okkar. Það munar miklu fyrir okkur að hafa hann og hann var frábær í dag og þegar hann kemur fram á völlinn með vinstri fótinn sinn þá myndast alltaf hætta og það gefur okkur sjálfstraust líka að hafa hann í liðinu.“

Nokkrir leikmenn Keflavíkur eins og Nacho Heras og Sindri Snær Magnússon eru enn á meiðslalistanum. Á Siggi Raggi von á þeim fljótlega?

„Vonandi kemur Nacho inn en Sindri Snær fékk smá bakslag og ég veit ekki hvenær hann verður klár. Svo eigum við leikmann sem að heitir Ivan sem að er úr Úkraínsku úrvalsdeildinni og er flottur leikmaður. “

Sagði Siggi Raggi en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner