Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   mið 24. apríl 2024 07:45
Elvar Geir Magnússon
Bruno orðaður við Arsenal, City, Real og PSG - Liverpool þarf að kaupa Slot
Powerade
Bruno Guimaraes, Newcastle.
Bruno Guimaraes, Newcastle.
Mynd: EPA
Verður Arne Slot næsti stjóri Liverpool?
Verður Arne Slot næsti stjóri Liverpool?
Mynd: EPA
Robin van Persie.
Robin van Persie.
Mynd: Getty Images
Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud. Velkomin með okkur í slúðurpakkann þennan síðasta vetrardag.

Arsenal og Manchester City íhuga að gera sumartilboð í Bruno Guimaraes (26), brasilískan miðjumann Newcastle. (Telegraph)

Real Madrid og Paris Saint-Germain hafa einnig áhuga á Guimaraes sem er sagður hafa 100 milljóna punda riftunarákvæði í samningi sínum á St James' Park. (Talksport)

Liverpool þarf að borga Feyenoord 8,6 milljónir punda í bætur ef það vill ráða Hollendinginn Arne Slot (45) sem nýjan stjóra. (Daily Mail)

Portúgalski miðjumaðurinn Bernardo Silva (30) hefur ákveðið að yfirgefa Manchester City. Hann er með 50 milljóna punda riftunarákvæði í samningi sínum og vill helst fara til Barcelona. (Sport)

Chelsea hefur sent fyrirspurn varðandi franska miðvörðinn Castello Lukeba (21) hjá RB Leipzig en hann er með riftunarákvæði upp á 60 milljónir punda í samningi sínum við þýska félagið. (FootMercato)

Það skilja að minnsta kosti 13 milljónir punda á milli í viðræðum Manchester United og Newcastle United um íþróttastjórann Dan Ashworth. (Telegraph)

Thiago Silva (39) varnarmaður Chelsea hefur náð munnlegu samkomulagi við Fluminense en Brasilíumaðurinn verður samningslaus í lok tímabilsins. (Goal)

Robin van Persie, fyrrum framherji Arsenal og Manchester United, er nálægt því að taka við sínu fyrsta stjórastarfi eftir að hafa átt í viðræðum við hollenska úrvalsdeildarfélagið Heerenveen. (Algemeen Dagblad)

Real Madrid ætlar að framlengja samning spænska bakvarðarins Lucas Vazquez (32), en núverandi samningur hans rennur út í júní. (AS)

Paris St-Germain vill fá spænska ungstirnið Lamine Yamal (16) frá Barcelona. (Le Parisien)

Manchester United hefur áhuga á Alessandro Bastoni (25) varnarmanni Inter og ítalska landsliðsins og er tilbúið að bjóða um 52 milljónir punda. (Fichajes)

Hollenska félagið Feyenoord hefur áhuga á Bryan Gil (23), spænskum kantmanni Tottenham, en búist er við að hann yfirgefi Spurs í sumar. (Standard)

Franski framherjinn Olivier Giroud (37) mun skrifa undir samning við bandaríska MLS félagið Los Angeles FC og ganga til liðs við það á frjálsri sölu í sumar þegar samningi hans við AC Milan lýkur. (RMC Sport)

Manchester United hefur áhuga á norska miðjumanninum Sverre Nypan (17) sem hefur heillað hjá Rosenborg. (Mail)

Bayern München ætlar að endurvekja áhuga sinn á Frenkie de Jong (26), miðjumanni Barcelona þar sem hollenski landsliðsmaðurinn á tvö ár eftir af samningi. (Sky Germany)

Zlatan Ibrahimovic, helsti ráðgjafi AC Milan, hefur sagt eigendum félagsins að ráða Mark van Bommel stjóra Antwerpen sem nýjan stjóra. (Calciomercato)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner