Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 24. maí 2020 19:43
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Vísir 
Emil enn að æfa með FH - Framhaldið gæti skýrst á fimmtudag
Emil Hallfreðsson í leik með FH
Emil Hallfreðsson í leik með FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson hefur síðustu vikur æft með FH-ingum en hann er þó samningsbundinn ítalska C-deildarliðinu Padova út júní. Framtíðin er svolítið í lausu lofti en hann gæti þó fengið einhver svör á fimmtudag.

Emil, sem er 35 ára gamall, gerði samning við Padova í janúar á þessu ári en samningurinn er út þetta tímabil.

Ekkert hefur verið spilað á Ítalíu frá því í byrjun mars þegar kórónaveiran fór að herja á Ítalíu en áætlað er að fótboltinn snúi aftur um miðjan júní.

Stjórn deildarinnar lagði fram tillögu um að enda tímabilið án þess að spila en þeirri tillögu var hafnað. Stefnan er að klára deildina fyrir 20. ágúst en Emil veit meira á fimmtudag.

Hann hefur undanfarið æft með FH-ingum en liðið undirbýr sig undir átökin í Pepsi Max-deildinni.

„Ég er samningsbundinn Padova til 30. júní og er að sjá hvað gerist með deildina og hvort hún fari af stað eða ekki. Það kemur eitthvað í ljós á fimmtudaginn en á meðan ég er í óvissunni þá æfi ég með FH sem er frábært. Þetta er minn klúbbur en tíminn verður að leiða það í ljós," sagði Emil við Vísi í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner