Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 24. maí 2020 20:26
Brynjar Ingi Erluson
Telegraph: Benítez vill taka við Newcastle
Mynd: Getty Images
Enska blaðið Telegraph greinir frá því í kvöld að Rafael Benítez hafi mikinn áhuga á því að taka við Newcastle United.

Benítez gerði frábæra hluti með Newcastle frá 2016 til 2019 áður en hann ákvað að framlengja ekki samning sinn við félagið. Ágreiningur milli hans og Mike Ashley, eiganda félagsins, varð til þess að Benítez ákvað að fara annað.

Hann er í dag þjálfari Dalian Yifang í kínversku deildinni en samkvæmt Telegraph hefur hann gríðarlega mikinn áhuga á að taka við Newcastle.

Krónprinsinn Mohammed Bin Salman fer fyrir fjárfestingahópi sem er við það að ganga frá kaupum á Newcastle og er búist við því að það verði gert grænt ljós á kaupin í vikunni.

Steve Bruce, núverandi knattspyrnustjóri Newcastle, mun klára tímabilið með félaginu en óvíst er hvað verður gert í sumar og hefur Benítez áhuga á að taka við starfinu á ný.

Benítez er með ýmsar hugmyndir um hvernig á að styrkja lið Newcastle en hann myndi vilja fá John Stones frá Manchester City og Ross Barkley frá Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner