Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 24. maí 2020 18:13
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Dramatískar lokamínútur í Köln
Jhon Cordoba skoraði jöfnunarmarkið
Jhon Cordoba skoraði jöfnunarmarkið
Mynd: Getty Images
Koln 2 - 2 Fortuna Dusseldorf
0-1 Kenan Karaman ('41 )
0-2 Erik Thommy ('61 )
1-2 Anthony Modeste ('88 )
2-2 Jhon Cordoba ('90 )

Köln og Fortuna Düsseldorf gerðu 2-2 jafntefli í 27. umferð þýsku deildarinnar í kvöld en heimamenn buðu upp á mikla dramatík undir lokin.

Kenan Karaman kom gestunum frá Düsseldorf yfir undir lok fyrri hálfleiks með góðu skoti sem fór af Toni Leistner og í netið. Gestirnir höfðu verið að sækja á Köln og vildu fá vítaspyrnu stuttu fyrir markið en ekkert var dæmt.

Köln fékk vítaspyrnu á 59. mínútu. Þetta var kafli sem Mark Uth, leikmaður Köln, vill gleyma sem fyrst en hann skaut tvisvar í stöng áður en brotið var á honum í teignum. Hann steig svo á punktinn og varði markvörður Fortuna frá honum.

Tveimur mínútum síðar var Fortuna komið í 2-0. Erik Thommy skoraði fallegt mark en heimamenn gáfust ekki upp þrátt fyrir þetta áfall.

Á 88. mínútu minnkaði Anthony Modeste muninn með skallamarki áður en Jhon Cordoba jafnaði með marki í uppbótartíma. Dramatískar lokamínútur og Köln náði í eitt stig. Köln er í 10. sæti með 34 stig en Fortuna í 16. sæti með 24 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner