Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   fös 24. maí 2024 22:34
Brynjar Ingi Erluson
Alexandra með stoðsendingu í svekkjandi tapi í bikarúrslitum
Alexandra í leiknum gegn Roma í kvöld
Alexandra í leiknum gegn Roma í kvöld
Mynd: Getty Images
Landsliðskonan Alexandra Jóhannsdóttir og stöllur hennar í Fiorentina töpuðu fyrir Ítalíumeisturum Roma í bikarúrslitum í kvöld, en knýja þurfti fram sigurvegara með vítaspyrnukeppni.

Alexandra byrjaði á miðjunni hjá Fiorentina og átti stórgóðan leik.

Flórensarliðið komst sér í ótrúlega góða stöðu í síðari hálfleiknum en þegar tæpar tuttugu mínútur lifðu leiks lagði Alexandra upp þriðja mark Fiorentina.

Staðan var þá 3-1 fyrir þeim fjólubláu en Roma náði að minnka muninn fjórum mínútum síðar áður en Evelyne Viens jafnaði á lokasekúndum venjulegs leiktíma.

Leikurinn var framlengdur en undir lok síðari hálfleiks framlengingar var Alexöndru skipt af velli.

Til að knýja fram sigurvegara þurfti vítakeppni þar sem Roma hafði betur, 4-3, og er Roma því tvöfaldur meistari þetta árið.

Ótrúlega svekkjandi endir á tímabilinu hjá Alexöndru og liðsfélögum hennar. Þetta er í annað sinn sem hún tapar bikarúrslitum á atvinnumannaferli sínum, en það gerðist einnig árið 2021 er hún lék með Eintracht Frankfurt í Þýskalandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner