Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   fös 24. maí 2024 13:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Úlfur um söluna á Hákoni Inga: Gott tilboð
Lengjudeildin
Hákon Ingi er búinn að koma við sögu í fimm leikjum með HK á þessu tímabili.
Hákon Ingi er búinn að koma við sögu í fimm leikjum með HK á þessu tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með Fjölni í fyrra.
Í leik með Fjölni í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það vakti athygli á gluggadeginum, lokadegi félagaskiptagluggans, að HK hefði fengið framherjann Hákon Inga Jónsson í sínar raðir. Hákon spilaði með Fjölni daginn áður en hann skipti svo yfir í HK.

Hákon, sem er fæddur árið 1995, átti innan við ár eftir af samningi sínum við Fjölni og sneri aftur til HK þar sem hann raðaði inn mörkum sumarið 2016.

Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis, var í viðtali hér á Fótbolta.net eftir sigurinn gegn Þrótti. Fyrr á þessu ári og aftur í þessari viku var í fjölmiðlum sagt frá bágri fjárhagsstöðu og rekstrarörðugleikum hjá Fjölni.

Úlfur var fyrst spurður hvort að hann sem þjálfari fyndi fyrir því eða leikmennirnir. Svo var hann spurður hvort að fjárhagsstaðan hefði verið ástæðan fyrir sölunni á Hákoni Inga.

Lestu um leikinn: Fjölnir 3 -  1 Þróttur R.

„Nei, við finnum ekkert fyrir því. Við erum með bolta, keilur og vesti, og við æfum fótbolta. Ég kem ekki nálægt peningunum."

„Nei, það kom bara gott tilboð í hann, var að renna út á samningi í haust. Við töluðum saman, ég og stjórnin, og ákváðum að samþykkja tilboðið, leyfa honum að ræða við HK. Hann ákvað að fara til þeirra,"
sagði Úlfur.

HK ákvað að stökkva þegar möguleikinn var raunhæfur
„Það er alltaf eitthvað mál, sérstaklega á lokadegi gluggans. En ég held að þetta hafi bara verið vel leyst hjá stjórninni minni og Fjölnir var greinilega til í þetta. Við ákváðum að stökkva á það þegar við sáum að það var raunhæft," sagði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, í viðtali við Fótbolta.net eftir að HK krækti í Hákon Inga.

Úlfur: Við erum með bolta, keilur og vesti
Athugasemdir
banner
banner
banner