Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 24. júní 2021 17:00
Elvar Geir Magnússon
99% heimsins heldur með Danmörku gegn Wales
Danska liðið hefur heillað.
Danska liðið hefur heillað.
Mynd: EPA
Connor Roberts, varnarmaður Wales, segir að 99% heimsbyggðarinnar muni styðja Danmörku þegar liðin mætast í 16-liða úrslitum EM alls staðar í Amsterdam á laugardag.

Danir hafa vakið mikla athygli á mótinu en þeir komust upp úr riðlinum þrátt fyrir tap í fyrsta leik og áfallið þegar miðjumaðurinn Christian Eriksen lenti í hjartastoppi.

Þrátt fyrir að danska liðið sé sigurstranglegra í leiknum telur Connor Roberts, varnarmaður Wales og Swansea, að allir hlutlausir muni styðja danska liðið í leiknum.

„Þetta verður mjög erfiður leikur. Ég held að 99% af heiminum muni styðja Danmörku. Þeir eru með gott lið og munu fá mikinn stuðning, við þurfum að gefa allt í þetta," segir Roberts.

Danir hafa fengið mikið lof fyrir mikla samheldni og ástríðu eftir að Eriksen fór í hjartastopp. Eriksen er síðan útskrifaður af sjúkrahúsi og er á góðum batavegi.
Athugasemdir
banner
banner
banner