Valdimar Svavarsson, formaður FH, segir að stjórnarmenn félagsins hafi ekki rætt það að rifta samningi Björns Daníels Sverrissonar eftir uppákomuna sem átti sér stað í tapinu gegn Breiðabliki í síðustu umferð Pepsi Max-deildarinnar.
Björn Daníel átti að koma inn sem varamaður í leiknum, í stöðunni 4-0 gegn Breiðabliki, en eftir hvöss orðaskipti við Davíð Þór Viðarsson aðstoðarþjálfara fékk hann sér sæti á bekknum og kom ekki við sögu í leiknum. Sagt var að Björn Daníel hafi neitað að koma inná.
Valdimar segir að málinu sé lokið, það hafi verið leyst milli þjálfarateymisins og Björns Daníels. Hann segir fréttaflutning um að rætt hafi verið um að rifta samningi leikmannsins rangan.
Björn Daníel átti að koma inn sem varamaður í leiknum, í stöðunni 4-0 gegn Breiðabliki, en eftir hvöss orðaskipti við Davíð Þór Viðarsson aðstoðarþjálfara fékk hann sér sæti á bekknum og kom ekki við sögu í leiknum. Sagt var að Björn Daníel hafi neitað að koma inná.
Valdimar segir að málinu sé lokið, það hafi verið leyst milli þjálfarateymisins og Björns Daníels. Hann segir fréttaflutning um að rætt hafi verið um að rifta samningi leikmannsins rangan.
„Í fyrsta lagi er þetta samtal sem þjálfari og leikmaður eiga og gerðar eru fréttir um. Það er búið að ræða þetta milli þjálfarana og leikmannsins og málið er bara dautt. Það eru ýmsar kjaftasögur um þetta, bæði í umhverfinu og félaginu. Það hefur aldrei komið til greina að rifta einhverjum samningi enda engar forsendur til þess. Það hafa örugglega einhverjir verið að velta því fyrir sér en það hefur ekki verið á borði okkar sem förum með þessi mál," segir Valdimar.
„Eftir þessar fréttir í gær talaði ég beint við Bjössa, það er leiðinlegt að svona mál komi upp. Ég veit ekkert hvaðan þessi kjaftasaga hefur komið, fólk getur verið með ýmsar skoðanir sem hent er fram í tveggja manna tali hér og það. En það er ekkert grín að vera að ræða um hluti sem eru samningar og lífsviðurværi fólks þó einhver hafi gefið sér að þetta væri mjög slæmt mál."
Eins og áður segir þá var málið leyst milli þjálfara og Björns Daníels.
„Ég veit ekki nákvæmlega hvað fór þeirra á milli, í þessum bolta hafa menn skoðanir á hinum og þessum hlutum. Svo leysa menn það bara sín á milli. Þetta mál er bara dautt," segir Valdimar.
Tapið gegn Breiðabliki reyndist síðasti leikur Loga Ólafssonar sem þjálfari FH. Valdimar segir að þessi umræða varðandi Björn Daníel komi í leiðinlegum tímapunkti, strax í kjölfarið á þjálfaraskiptum. Ólafur Jóhannesson var ráðinn á mánudaginn.
„Stóra málið er að stundum þarf að taka ákvarðanir sem menn telja að sé gott. Það eru enn 36 punktar í pottinum fyrir FH á þessu tímabili og það er hægt að gera eitthvað með það. Við reynum að láta mótlætið vera okkur til styrks frekar en til vandræða," segir Valdimar.
Athygli vekur að Ólafur semur bara út tímabilið. Valdimar segir að það hafi verið ósk Ólafs.
„Það var þannig. Það var gert í góðu samkomulagi allra aðila og menn töldu að það væri besta leiðin í bili. Svo gefum við okkur bara tíma til að sjá hvað verður framtíðarplanið. Það er nægur tími í það," segir Valdimar.
Björn Daníel var í byrjunarliði FH í fyrsta leik Ólafs, 4-1 sigrinum gegn Njarðvík í bikarnum í gær. Björn skoraði í leiknum og í viðtali eftir leikinn sagðist Ólafur vera ánægður með hann.
Athugasemdir