Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 24. júní 2021 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jasmín átti frábæra innkomu í endurkomunni en gæti aftur verið frá
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jasmín Erla Ingadóttir lék sinn fyrsta leik á tímabilinu þegar hún kom inn á gegn ÍBV á mánudag. Jasmín kom inn sem varamaður á 65. mínútu leiksins í stöðunni 1-0 fyrir Stjörnunni.

Jasmín lagði upp annað og þriðja mark leiksins, átti frábæra innkomu og vann sér inn sæti í úrvalsliði sjöundu umferðar.

Leikurinn endaði ekkert sérstaklega fyrir Jasmín því hún meiddist undir lok leiks.

„Þetta er eitthvað í hnénu. Ég fer í myndatöku á morgun og fæ niðurstöðu úr henni eftir helgi," sagði Jasmín við Fótbolta.net í dag.

„Það var geggjað að komast aftur á völlinn og gaman að vera byrjuð að æfa á fullu. Vonandi verður þetta ekki langt í að ég get gert það aftur."

Jasmín missti af upphafi móts, hún eignaðist sitt fyrsta barn í vetur.

Lestu um leikinn: Stjarnan 3 - 0 ÍBV
Athugasemdir
banner
banner