Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 24. júní 2021 17:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noregur: Alfons tapaði toppslagnum - Brynjólfur dregst aftur úr
Alfons Sampsted.
Alfons Sampsted.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfons Sampsted og félagar í Bodö/Glimt þurftu að sætta sig við tap í toppslagnum í Noregi í dag.

Bodö/Glimt fékk Molde í heimsókn og spilaði Alfons allan leikinn í hægri bakverðinum. Í seinni hálfleik skoraði Ohi Omoijuanfo tvennu fyrir Molde og lokaniðurstaðan 2-0.

Molde er komið upp fyrir Bodö/Glimt á toppi deildarinnar. Björn Bergmann Sigurðarson er á mála hjá Molde en hann er fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Þetta er gríðarlega sterkur sigur fyrir Molde gegn ríkjandi meisturunum.

Brynjólfur Willumsson spilaði tæpar 70 mínútur er Kristiansund gerði 1-1 jafntefli við Mjöndalen á heimavelli. Svekkjandi úrslit fyrir Kristiansund sem er í þriðja sæti, núna sjö stigum frá toppnum. Kristiansund hefur náð í eitt stig af síðustu sex og svona hikst er dýrt í toppbaráttunni.

Stromsgödset hafði í Íslendingaslag gegn Sandefjord. Viðar Ari Jónsson spilaði allan leikinn fyrir Sandefjord, en niðurstaðan var 4-0 fyrir Stromsgödset. Bæði Ari Leifsson og Valdimar Þór Ingimundarson voru ónotaðir varamenn hjá Stromsgödset sem er í níunda sæti. Sandefjord er í 14. sæti af 16 liðum.

Þá lék bakvörðurinn Adam Örn Arnarson 72 mínútur er Tromsö tapaði 3-0 fyrir Odd. Tromsö situr í 12. sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner