Steve Bruce, stjóri Newcastle, hefur tjáð sig um miðjumanninn Joe Willock sem er á óskalista félagsins.
Willock var lánaður til Newcastle á síðustu leiktíð frá Arsenal og stóð sig virkilega vel í nokkra mánuði.
Arsenal hefur enn ekki tekið ákvörðun um framtíð leikmannsins en hann gæti enn leikið á Emirates á næsta tímabili.
Það er von Newcastle að fá Willock aftur í sínar raðir segir Bruce.
„Þið verðið að spyrja Arsenal, þetta er þeirra ákvörðun og þeirra leikmaður," sagði Bruce.
„Auðvitað viljum við fá hann aftur, hann stóð sig mjög vel og gefur okkur fleiri möguleika á miðjunni og þá möguleika sem við erum ekki með."
„Við munum halda áfram að reyna. Hvað ætlar Arsenal að gera? Þeir hafa fengið inn tvo miðjumenn."
„Það hlýtur að koma tími þar sem við fáum að vita hvort svarið sé já eða nei."
Athugasemdir