Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 24. júlí 2021 13:54
Brynjar Ingi Erluson
Ólympíuleikarnir: Bandaríkin skoruðu sex - Bretland og Svíþjóð áfram
Svíar fara í 8-liða úrslit
Svíar fara í 8-liða úrslit
Mynd: EPA
Bretland og Svíþjóð eru búin að tryggja sig í 8-liða úrslitin á Ólympíuleikunum í kvennaflokki eftir góða sigra í dag en Bandaríkin náðu þá í fyrsta sigurinn á mótinu.

Bandaríkin töpuðu nokkuð óvænt í fyrstu umferð mótsins gegn Svium, 3-0, en svöruðu fyrir það í dag með 6-1 sigri á Nýja-Sjálandi.

Rose Lavelle og Lindsey Horan sáu til þess að Bandaríkin leiddu með tveimur mörkum í hálfleik áður en Nýja-Sjáland gerði sjálfsmark eftir klukkutímaleik.

Betsy Hassett, leikmaður Stjörnunnar í Pepsi Max-deildinni, minnkaði muninn fyrir Nýja-Sjáland áður en Bandaríkin bættu við þremur mörkum.

Svíþjóð vann Ástralíu í sama riðli, 4-2. Fridolina Rolfoe skoraði tvö fyrir Svía og er liðið nú búið að tryggja sæti sitt í 8-liða úrslitum mótsins.

Bretland er einnig komið áfram í 8-liða úrslit eftir 1-0 sigur á Japan. Ellen White gerði sigurmarkið þegar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum.

Kanada vann Síle í sama riðli, 2-1. Í F-riðli gerði Kína 4-4 jafntefli við Zambíu þar sem Barbara Banda skoraði aftur þrennu og er nú með sex mörk á mótinu. Þá gerði Holland 3-3 jafntefli við Brasilíu þar sem Vivianne Miedema skoraði tvö og er því með jafnmörg mörk og Banda.

Lokaumferðin fer fram eftir þrjá daga og kemur þá í ljós hvaða sex lið fylgja Bretum og Svíum í 8-liða úrslitin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner