Reynsluboltinn Ásgeir Börkur Ásgeirsson hefur fengið félagaskipti frá ÍR í Hvíta riddarann. Börkur lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil þar sem hann fór upp með ÍR úr 2. deildinni.
Nú er komið að átökum í 3. deildinni þar sem Hvíti riddarinn er sem stendur í botnsætinu.
Nú er komið að átökum í 3. deildinni þar sem Hvíti riddarinn er sem stendur í botnsætinu.
Hjá Hvíta hittir Börkur fyrir Ásgeir Frank Ásgeirsson en þeir eru báðir meðlimir í hlaðvarpsþættinum Gula Spjaldið.
Ásgeir Börkur er 37 ára og á að baki 431 KSÍ leik, flesta fyrir Fylki.
Ásgeir Frank er spilandi þjálfari Hvíta riddarans sem á næst leik á móti Árbæ á föstudag.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir