ÍA og HK mætast í toppslag í Inkasso-deildinni á Akranesi klukkan 18:00 í kvöld. Eitt stig skilur liðin að þegar fimm umferðir eru eftir.
Árni Snær Ólafsson, markvörður og fyrirliði ÍA, er spenntur fyrir leiknum í kvöld.
Árni Snær Ólafsson, markvörður og fyrirliði ÍA, er spenntur fyrir leiknum í kvöld.
„Mér líst mjög vel á hann. Það er skemmtilegast að spila þessa stóru leiki og mikil tilhlökkun í öllum hópnum," sagði Árni við Fótbolta.net.
Skagamenn hafa verið á góðri siglingu að undanförnu og eru komnir með 39 stig. „Við erum búnir að vera á flottu róli seinustu vikur eftir erfiðan kafla um mitt mót. Búnir að vera mjög þéttir til baka og mjög hættulegir fram á við, nákvæmlega eins og við viljum hafa þetta."
Markalaust jafntefli varð niðurstaðan í fyrri leik HK og ÍA í Inkasso-deildinni í sumar.
„HK er með alvöru lið eins og við sáum í fyrri leiknum við þá, gefa fá færi á sér og með mikil gæði í framlínunni hjá sér. Til að vinna þá þurfum við bara að taka það sem við höfum verið að gera í seinstu leikjum og halda því áfram. Þá er ég bjartsýnn á góð úrslit fyrir okkur," sagði Árni en stemningin á Akranesi er góð fyrir lokasprettinn á tímabilinu.
„Hún er bara mjög góð eins og alltaf hérna á Skaganum, sérstaklega þegar vel gengur. Þá finnur maður það hvað margir fylgjast með þessu og styðja okkur, bara ná að klára tímabilið vel þá fara allir inn í veturinn í góðri stemmingu," sagði Árni að lokum.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir