Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 24. ágúst 2018 08:00
Magnús Már Einarsson
Leifur Andri: Leikur þar sem litlu hlutirnir skipta mestu máli
Leifur Andri Leifsson fyrirliði HK.
Leifur Andri Leifsson fyrirliði HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er mjög spennandi leikur, tvö efstu liðin að mætast og mikið að vinna en samt sem áður enginn úrslitaleikur þannig við tæklum þetta eins og alla aðra leiki," segir Leifur Andri Leifsson, fyrirliði HK, um stórleik liðsins gegn ÍA í Inkasso-deildinni í kvöld.

Tvö efstu lið deildarinnar eigast þar við en HK er stigi á eftir ÍA þegar fimm umferðir eru eftir. HK-ingar eru spenntir fyrir toppbaráttunni framundan.

„Þetta er staða sem við vildum vera í og við hlökkum til," sagði Leifur en HK hefur unnið tvo leiki í röð í kjölfarið á fyrsta tapi sumarsins gegn Þrótti R.

„Við erum ánægðir hvernig við höfum komið til baka eftir Þróttara leikinn en við erum aldrei nógu sáttir og höfum metnað að gera enn betur."

Markalaust jafntefli varð niðurstaðan í fyrri leik HK og ÍA og búast má við hörkuleik í kvöld. „Ég held að þetta verði leikur þar sem litlu hlutirnir skipta mestu máli, bæði lið eru mjög öguð og gefa fá færi á sér. Þetta snýst um að nýta þessi færi."

Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, þjálfaði HK á síðasta tímabili en auk hans eru fyrrum leikmenn HK í leikmannahópi ÍA.

„Það er enginn auka spenna en það er alltaf gaman að mæta gömlum félögum. Við HK-ingar berum mikla virðingu fyrir Jóa og því sem hann hefur gert það verður gaman að hitta þá," sagði Leifur að lokum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner