lau 24. ágúst 2019 13:47
Arnar Daði Arnarsson
Búi Vilhjálmur hættur sem þjálfari Hauka (Staðfest)
Búi Vilhjálmur.
Búi Vilhjálmur.
Mynd: Hulda Margrét
Búi Vilhjálmur Guðmundsson hefur látið af störfum sem þjálfari Hauka í Inkasso-deild karla. Þetta staðfesti Halldór Jón Garðarsson formaður knattspyrnudeildar Hauka í samtali við Fótbolta.net.

Búi Vilhjálmur tók við Haukum í upphafi tímabils eftir að Kristján Ómar Björnsson sagði upp sem þjálfari liðsins eftir fjórar umferðir í Inkasso-deildinni.

„Haukar og Búi hafa komist að samkomulagi um að Búi hætti með liðið. Við tilkynnum á morgun hver tekur við liðinu," sagði Halldór Jón í samtali við Fótbolta.net.

Haukar eru í 10. sæti Inkasso-deildarinnar með 16 stig, jafn mörg stig og Magni sem er í 11. sæti deildarinnar en Magni mætir Njarðvík seinna í dag.

Síðasta verk Búa sem þjálfari Hauka var að gera 1-1 jafntefli gegn Aftureldingu á Ásvöllum á fimmtudaginn.

Haukar eru í mikilli fallbaráttu en Haukar eiga fjóra leiki eftir af tímabilinu. Næsti leikur Hauka er gegn Leikni í Breiðholtinu næstkomandi föstudag.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner