Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Man Utd sýndi Fermín López áhuga - Jota orðaður við Arsenal
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
banner
   fim 24. september 2020 22:07
Anton Freyr Jónsson
Damir: Hlakka til að sjá Aron Bjarna aftur
Damir Muminovic leikmaður Breiðabliks
Damir Muminovic leikmaður Breiðabliks
Mynd: Hulda Margrét
„Bara mjög glaðir. Stolltur af liðinu, frábær liðsheild sem við sýndum í dag og langt síðan við unnum leik þannig það var bara frábært að vinna." voru fyrstu viðbrögð Damir Muminovic leikmann Breiðabliks

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Stjarnan

Breiðablik byrjaði í leikkerfinu 4-4-3 í kvöld og Damir Muminovic byrjaði í bakverði í kvöld sem er ekki hans venjulega staða.

„Mér fannst það bara drullu gaman, þetta var nýtt fyrir mér en ég reyndi að gera eins vel og ég gat og það tókst svona ágætlega."

Breiðablik voru sterkari aðilinn í leiknum í kvöld, sækja meira og fá mark frá Alexi Þór í andlitið en Breiðablik sýndi karakter og snéru leiknum sér í vil.

„Mér fannst við bossa leikinn frá fyrstu mínútu, svo kemur eitthvað draumamark hjá Alex, hann er vanur að skora svona mörk en síðan rísum við bara upp og klárum leikinn."

Það er þétt leikið í deildinni þessa dagana og Breiðablik mætir toppliði Vals í næstu umferð. Hvernig lýst Damir á það verkefni?

„Bara mjög vel. Alltaf gaman að spila stórleiki og ég hlakka til að sjá Aron Bjarna aftur, angt síðan ég hef séð hann þannig það er bara gaman."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner