Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   fim 24. september 2020 21:49
Kristófer Jónsson
Halli Björns: Höfum verið þéttir á kostnað sóknarleiksins
Haraldur var að vonum fúll eftir leikinn.
Haraldur var að vonum fúll eftir leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar, var að vonum hundsvekktur eftir 2-1 tap sinna manna gegn Breiðablik í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

„Þetta er mikið svekkelsi. Við vissum fyrir leik í hverju Blikarnir eru góðir og vorum með ákveðið upplegg fyrir leikinn. Þeir skapa sér ekkert sérstaklega mikið og við skorum fínt mark. Svo hörfum við of mikið aftarlega á völlinn og bjóðum uppí hættulegan dans." sagði Halli eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Stjarnan

Stjörnumenn voru þéttir til baka í leiknum í kvöld og sköpuðu sér lítið af færum og áttu til að mynda enga marktilraun í seinni hálfleik.

„Breytingin hjá okkur frá fyrri árum er að við höfum fengið á okkur færri mörk en við höfum líka skorað færri á móti. Fyrir utan þær flóðgáttir sem opnuðust í síðasta leik (5-1 tap gegn Val) þá höfum við verið þéttir til baka og það er kannski á kostnað sóknarleiksins."

Stjörnumenn hafa nú tapað tveimur leikjum í röð og eru það fyrstu tveir tapleikir liðsins í deildinni á þessu tímabili. Næsti leikur Stjörnunnar er útileikur gegn HK næstkomandi sunnudag.

„Við þurfum að skoða þessa leiki. Það er stutt á milli leikja og það gefst ekki mikill tími til að ná einhverju breiki. Þannig að menn þurfa að vera snöggir að átta sig á hlutunum og undirbúa sig vel fyrir næsta leik." sagði Halli að lokum.

Nánar er rætt við Halla í spilaranum að ofan.

Þjálfarar Stjörnunnar mættu ekki í viðtal. Fjölmiðlafulltrúi Stjörnunnar sagði að þeir hefðu misskilið sóttvarnarreglur Kópavogsvallar og farið.
Athugasemdir
banner
banner
banner