Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og Írksir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
   fim 24. september 2020 21:49
Kristófer Jónsson
Halli Björns: Höfum verið þéttir á kostnað sóknarleiksins
Haraldur var að vonum fúll eftir leikinn.
Haraldur var að vonum fúll eftir leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar, var að vonum hundsvekktur eftir 2-1 tap sinna manna gegn Breiðablik í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

„Þetta er mikið svekkelsi. Við vissum fyrir leik í hverju Blikarnir eru góðir og vorum með ákveðið upplegg fyrir leikinn. Þeir skapa sér ekkert sérstaklega mikið og við skorum fínt mark. Svo hörfum við of mikið aftarlega á völlinn og bjóðum uppí hættulegan dans." sagði Halli eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Stjarnan

Stjörnumenn voru þéttir til baka í leiknum í kvöld og sköpuðu sér lítið af færum og áttu til að mynda enga marktilraun í seinni hálfleik.

„Breytingin hjá okkur frá fyrri árum er að við höfum fengið á okkur færri mörk en við höfum líka skorað færri á móti. Fyrir utan þær flóðgáttir sem opnuðust í síðasta leik (5-1 tap gegn Val) þá höfum við verið þéttir til baka og það er kannski á kostnað sóknarleiksins."

Stjörnumenn hafa nú tapað tveimur leikjum í röð og eru það fyrstu tveir tapleikir liðsins í deildinni á þessu tímabili. Næsti leikur Stjörnunnar er útileikur gegn HK næstkomandi sunnudag.

„Við þurfum að skoða þessa leiki. Það er stutt á milli leikja og það gefst ekki mikill tími til að ná einhverju breiki. Þannig að menn þurfa að vera snöggir að átta sig á hlutunum og undirbúa sig vel fyrir næsta leik." sagði Halli að lokum.

Nánar er rætt við Halla í spilaranum að ofan.

Þjálfarar Stjörnunnar mættu ekki í viðtal. Fjölmiðlafulltrúi Stjörnunnar sagði að þeir hefðu misskilið sóttvarnarreglur Kópavogsvallar og farið.
Athugasemdir
banner