Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 24. september 2020 21:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ofurbikar Evrópu: Bayern-sigur fyrir framan 20 þúsund áhorfendur
Mynd: Getty Images
Bayern 2 - 1 Sevilla
0-1 Lucas Ocampos ('13 , víti)
1-1 Leon Goretzka ('34 )
2-1 Javi Martinez ('104 )

Bayern hafði betur gegn Sevilla þegar liðin áttust við í árlegum leik um Ofurbikar Evrópu í kvöld. Bayern er ríkjandi sigurvegari Meistaradeildarinnar og Sevilla er ríkjandi sigurvegari Evrópudeildarinnar.

Áhorfendur voru leyfðir á leiknum, en 20 þúsund áhorfendum var hleypt inn á völlinn í Búdapest í Ungverjalandi.

Argentínumaðurinn Lucas Ocampos kom Sevilla yfir úr vítaspyrnu en Leon Goretzka náði að jafna fyrir þýska stórliðið á 34. mínútu leiksins.

Staðan var 1-1 í hálfleik og þannig var hún líka eftir 90 mínúturnar og viðbótartíma, þó Bayern hafi stjórnað ferðinni. Það þurfti því að framlengja.

Í framlengingunni var Bayern sterkari og skoraði varamaðurinn Javi Martinez rétt áður en flautað var til hálfleiks í framlengingunni. Það reyndist sigurmarkið.

Bayern er því meistari meistarana í Evrópu og enn einn titillinn í safnið hjá þýska stórveldinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner