29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   sun 24. september 2023 18:02
Sölvi Haraldsson
Ásgeir Frank: Við getum spilað tvískiptan fótbolta
Lengjudeildin
Mynd: Raggi Óla

Mér líður frábærlega. Mér fannst við vera með öll tök á þessu, í fyrri hálfleiknum sérstaklega. Við leyfðum þeim kannski að vera eitthvað meira með boltann eftir að við komumst í 3-0 og í seinni hálfleik. Þetta var fagmannlega gert og bara frábær frammistaða.“ sagði Ásgeir Frank, leikmaður Aftureldingar, eftir 3-0 sigur gegn Leikni í dag.


Lestu um leikinn: Afturelding 3 -  0 Leiknir R.

Afturelding byrjuðu mun betur og eftir korters leik skoruðu þeir þrjú mörk á átta mínútna kafla. Ásgeir var mjög ánægður með þennan kafla. 

Mér fannst við mæta þeim með gríðarlegum krafti og það var orka í okkur. Við vorum aftur að finna þetta gamla form sem við vorum með í fyrri hlutanum. Ef við verðum með það form í úrslitaleiknum næsta á laugardaginn, þá held ég að við tökum það.

Ásgeiri leið aldrei eins og hann væri að fara að fá á sig mark eftir þennan magnaða átta mínútna kafla.

Fyrsta korterið var mjög mikilvægt. Þar náum við að halda þeim aðeins frá því að jafna einvígið og við róum leikinn dálítið niður. Síðan vorum við frábærir í seinni hálfleiknum líka.

Afturelding spilaði mun meiri sóknarbolta í dag en þeir gerðu í fyrri leiknum gegn Leikni. Ásger var spurður út í það hvernig hann metur þessa leiki. 

Mér fannst það bara frábært upplegg líka. Það sýndi okkur það líka að við getum spilað tvískiptan fótbolta. Þetta var grasvöllur og erfiður leikur og við vildum bara vera í góðri stöðu fyrir seinni leikinn og klára hann hér sem við gerðum.

Núna er ljóst að Afturelding mætir Vestra á laugardaginn í úrslitaleik um laust sæti í Bestu deildinni. Ásgeir er bjartsýnn fyrir stórleikinn.

Mér lýst bara vel á andstæðinginn. Mér var alveg sama hvort liðið myndi mæta okkur en þeir eru búnir að vera flottir. Ég var bara að búast við flottum leik sama hvaða lið við hefðum mætt. Við verðum bara klárir.“ sagði Ásgeir Frank, leikmaður Aftureldingar, eftir frábæran 3-0 sigur í dag á Leikni.

Nánar er rætt við Ásgeir Frank í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner