Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
   sun 24. september 2023 18:02
Sölvi Haraldsson
Ásgeir Frank: Við getum spilað tvískiptan fótbolta
Lengjudeildin
Mynd: Raggi Óla

Mér líður frábærlega. Mér fannst við vera með öll tök á þessu, í fyrri hálfleiknum sérstaklega. Við leyfðum þeim kannski að vera eitthvað meira með boltann eftir að við komumst í 3-0 og í seinni hálfleik. Þetta var fagmannlega gert og bara frábær frammistaða.“ sagði Ásgeir Frank, leikmaður Aftureldingar, eftir 3-0 sigur gegn Leikni í dag.


Lestu um leikinn: Afturelding 3 -  0 Leiknir R.

Afturelding byrjuðu mun betur og eftir korters leik skoruðu þeir þrjú mörk á átta mínútna kafla. Ásgeir var mjög ánægður með þennan kafla. 

Mér fannst við mæta þeim með gríðarlegum krafti og það var orka í okkur. Við vorum aftur að finna þetta gamla form sem við vorum með í fyrri hlutanum. Ef við verðum með það form í úrslitaleiknum næsta á laugardaginn, þá held ég að við tökum það.

Ásgeiri leið aldrei eins og hann væri að fara að fá á sig mark eftir þennan magnaða átta mínútna kafla.

Fyrsta korterið var mjög mikilvægt. Þar náum við að halda þeim aðeins frá því að jafna einvígið og við róum leikinn dálítið niður. Síðan vorum við frábærir í seinni hálfleiknum líka.

Afturelding spilaði mun meiri sóknarbolta í dag en þeir gerðu í fyrri leiknum gegn Leikni. Ásger var spurður út í það hvernig hann metur þessa leiki. 

Mér fannst það bara frábært upplegg líka. Það sýndi okkur það líka að við getum spilað tvískiptan fótbolta. Þetta var grasvöllur og erfiður leikur og við vildum bara vera í góðri stöðu fyrir seinni leikinn og klára hann hér sem við gerðum.

Núna er ljóst að Afturelding mætir Vestra á laugardaginn í úrslitaleik um laust sæti í Bestu deildinni. Ásgeir er bjartsýnn fyrir stórleikinn.

Mér lýst bara vel á andstæðinginn. Mér var alveg sama hvort liðið myndi mæta okkur en þeir eru búnir að vera flottir. Ég var bara að búast við flottum leik sama hvaða lið við hefðum mætt. Við verðum bara klárir.“ sagði Ásgeir Frank, leikmaður Aftureldingar, eftir frábæran 3-0 sigur í dag á Leikni.

Nánar er rætt við Ásgeir Frank í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner