Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
   sun 24. september 2023 18:02
Sölvi Haraldsson
Ásgeir Frank: Við getum spilað tvískiptan fótbolta
Lengjudeildin
Mynd: Raggi Óla

Mér líður frábærlega. Mér fannst við vera með öll tök á þessu, í fyrri hálfleiknum sérstaklega. Við leyfðum þeim kannski að vera eitthvað meira með boltann eftir að við komumst í 3-0 og í seinni hálfleik. Þetta var fagmannlega gert og bara frábær frammistaða.“ sagði Ásgeir Frank, leikmaður Aftureldingar, eftir 3-0 sigur gegn Leikni í dag.


Lestu um leikinn: Afturelding 3 -  0 Leiknir R.

Afturelding byrjuðu mun betur og eftir korters leik skoruðu þeir þrjú mörk á átta mínútna kafla. Ásgeir var mjög ánægður með þennan kafla. 

Mér fannst við mæta þeim með gríðarlegum krafti og það var orka í okkur. Við vorum aftur að finna þetta gamla form sem við vorum með í fyrri hlutanum. Ef við verðum með það form í úrslitaleiknum næsta á laugardaginn, þá held ég að við tökum það.

Ásgeiri leið aldrei eins og hann væri að fara að fá á sig mark eftir þennan magnaða átta mínútna kafla.

Fyrsta korterið var mjög mikilvægt. Þar náum við að halda þeim aðeins frá því að jafna einvígið og við róum leikinn dálítið niður. Síðan vorum við frábærir í seinni hálfleiknum líka.

Afturelding spilaði mun meiri sóknarbolta í dag en þeir gerðu í fyrri leiknum gegn Leikni. Ásger var spurður út í það hvernig hann metur þessa leiki. 

Mér fannst það bara frábært upplegg líka. Það sýndi okkur það líka að við getum spilað tvískiptan fótbolta. Þetta var grasvöllur og erfiður leikur og við vildum bara vera í góðri stöðu fyrir seinni leikinn og klára hann hér sem við gerðum.

Núna er ljóst að Afturelding mætir Vestra á laugardaginn í úrslitaleik um laust sæti í Bestu deildinni. Ásgeir er bjartsýnn fyrir stórleikinn.

Mér lýst bara vel á andstæðinginn. Mér var alveg sama hvort liðið myndi mæta okkur en þeir eru búnir að vera flottir. Ég var bara að búast við flottum leik sama hvaða lið við hefðum mætt. Við verðum bara klárir.“ sagði Ásgeir Frank, leikmaður Aftureldingar, eftir frábæran 3-0 sigur í dag á Leikni.

Nánar er rætt við Ásgeir Frank í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner