Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verður auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
banner
   sun 24. september 2023 18:02
Sölvi Haraldsson
Ásgeir Frank: Við getum spilað tvískiptan fótbolta
Lengjudeildin
Mynd: Raggi Óla

Mér líður frábærlega. Mér fannst við vera með öll tök á þessu, í fyrri hálfleiknum sérstaklega. Við leyfðum þeim kannski að vera eitthvað meira með boltann eftir að við komumst í 3-0 og í seinni hálfleik. Þetta var fagmannlega gert og bara frábær frammistaða.“ sagði Ásgeir Frank, leikmaður Aftureldingar, eftir 3-0 sigur gegn Leikni í dag.


Lestu um leikinn: Afturelding 3 -  0 Leiknir R.

Afturelding byrjuðu mun betur og eftir korters leik skoruðu þeir þrjú mörk á átta mínútna kafla. Ásgeir var mjög ánægður með þennan kafla. 

Mér fannst við mæta þeim með gríðarlegum krafti og það var orka í okkur. Við vorum aftur að finna þetta gamla form sem við vorum með í fyrri hlutanum. Ef við verðum með það form í úrslitaleiknum næsta á laugardaginn, þá held ég að við tökum það.

Ásgeiri leið aldrei eins og hann væri að fara að fá á sig mark eftir þennan magnaða átta mínútna kafla.

Fyrsta korterið var mjög mikilvægt. Þar náum við að halda þeim aðeins frá því að jafna einvígið og við róum leikinn dálítið niður. Síðan vorum við frábærir í seinni hálfleiknum líka.

Afturelding spilaði mun meiri sóknarbolta í dag en þeir gerðu í fyrri leiknum gegn Leikni. Ásger var spurður út í það hvernig hann metur þessa leiki. 

Mér fannst það bara frábært upplegg líka. Það sýndi okkur það líka að við getum spilað tvískiptan fótbolta. Þetta var grasvöllur og erfiður leikur og við vildum bara vera í góðri stöðu fyrir seinni leikinn og klára hann hér sem við gerðum.

Núna er ljóst að Afturelding mætir Vestra á laugardaginn í úrslitaleik um laust sæti í Bestu deildinni. Ásgeir er bjartsýnn fyrir stórleikinn.

Mér lýst bara vel á andstæðinginn. Mér var alveg sama hvort liðið myndi mæta okkur en þeir eru búnir að vera flottir. Ég var bara að búast við flottum leik sama hvaða lið við hefðum mætt. Við verðum bara klárir.“ sagði Ásgeir Frank, leikmaður Aftureldingar, eftir frábæran 3-0 sigur í dag á Leikni.

Nánar er rætt við Ásgeir Frank í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner