Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
   sun 24. september 2023 15:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Düsseldorf
Spennt að takast á við Popp og hinar stjörnurnar - „Eru kannski svolítið brotnar"
Guðrún Arnardóttir.
Guðrún Arnardóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Það var gott og mikilvægt að fá sigurinn. Við vörðumst vel en við hefðum getað haldið betur í boltann sóknarlega," sagði Guðrún Arnardóttir, varnarmaður íslenska landsliðsins, þegar hún ræddi við Fótbolta.net í dag.

Hún var þar að tala um leikinn á föstudagskvöld er Ísland vann 1-0 sigur gegn Wales í A-deild Þjóðadeildarinnar. „Við vorum fyrst og fremst gríðarlega sáttar með sigurinn."

„Við ætlum okkur stóra hluti í þessari Þjóðadeild. Það er ekki auðvelt en það er mikilvægt að mæta vel inn í hvern leik og það var mikilvægt að taka þrjú stig."

Stelpurnar eru núna mættar til Düsseldorf í Þýskalandi þar sem þær mæta heimakonum á þriðjudag. Það verður gríðarlega erfiður leikur.

„Við fengum góðan hvíldardag í gær og náðum að endurheimta," sagði Guðrún en stelpurnar ferðuðust yfir til Þýskalands í gærmorgun.

Það hefur ekki gengið vel hjá Þýskalandi upp á síðkastið. Þær áttu erfitt HM og töpuðu fyrir Danmörku í fyrsta leik í Þjóðadeildinni.

„Þetta eru gríðarlega sterkir einstaklingar, en þær hafa ekki verið að spila eftir getu á HM og í síðasta leik. Við sjáum tækifæri í því. Þær eru kannski svolítið brotnar og vonandi getum við nýtt okkur það þá," segir varnarmaðurinn öflugi en hvernig líst henni á að mæta stórstjörnu á borð við Alexöndru Popp?

„Mér finnst það bara geggjað. Það er skemmtilegt að máta sig við þessa stærstu leikmenn og stærstu lið. Það er það skemmtilegasta við þetta," sagði Guðrún en hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner