Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 24. október 2014 14:00
Atli Jóhannsson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Ósigraðir Íslandsmeistarar og konungar Evrópu
Atli Jóhannsson
Atli Jóhannsson
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Mynd: Úr einkasafni
Mynd: Úr einkasafni
Mynd: Úr einkasafni
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Árið 2014 verður lengi í minnum haft í Garðabænum enda ótrúlegur árangur hjá karla og kvennaliði félagsins. Karlaliðið ákvað einfaldlega að tapa ekki leik á tímabilinu í venjulegum leiktíma nema gegn stórliði Internazionale sem segir ýmislegt um styrk og getu liðsins. Með gríðarlegri trú á hverju verkefninu fyrir sig þróuðum við með okkur yfirnáttúrulegan hæfileika sem fólst í því að gefast aldrei upp og margir epískir sigrar réðust á lokamínútunum (Fylkir heima, Fjölnir heima, Fram úti, KR úti, FH úti, Motherwell heima). Sumarið einkenndist þannig af gríðarlegri dramatík og vil ég nota tækifærið og biðja stuðningsmenn Stjörnunnar afsökunar á því að hafa einungis unnið 4 leiki af 15 með meira en einu marki (Siggi dúlla lofar að kaupa 2 hjartastuðtæki á næsta ári).

Tímabilið sjálft byrjaði á því að Rúnar Páll Sigmundsson tók við liðinu af húmoristanum Loga Ólafs og Brynjar Björn Gunnarsson skellti sér í assistant coach. Þeirra fyrsta verkefni var að segja okkur að vinna fotbolta.net mótið en lítið annað gerðist á undirbúningstímabilinu annað en við misstum sterkan kjarna af leikmönnum (Tryggvi, Sandnes, Chopart, Gunnar Örn, Bjarki, Halldór Orri, J-Lax) og þá voru góð ráð dýr. Henrik Bödker var því sendur til Danmerkur að ná í danska kórdrengi og Jurgen Klopp fyllti upp í restina af leikmannahópnum með kjúklingum frá KFC og Pepsi með.

Siggi dúlla skipulagði æfingaferð til Spánar en hann fór tíunda árið í röð til þess að líta á aðstæður fyrir hönd Úrval Útsýn (en við höfum einmitt farið á sama stað síðustu 10 árin). Ekkert markvisst gerðist þar annað en að Pepsi fékk sér kók (#brandaridagsins) og týndi Iphone-inum, Pablo spilaði á flygilinn, Binni og Vemmelund urðu B.F.F., TheDreamTeam (VPG, GJ og AJ) unnu dönsku æfinguna, Höddi stofnaði Bet Group ehf, gamlir unnu allt, young bloods töpuðu öllu, Siggi stjórnaði pólska bankanum og Ingvar var laminn af 15 ára strák með yfirvaraskegg.

Líkt og hárið á nokkrum leikmönnum liðsins (you know who) þá þynntist hópurinn þegar tímabilið hófst en það skipti akkurat engu máli og sigrarnir komu hver á eftir öðrum. Frikki sjúkraþjálfari tók King´s Speech í hverri viku og innprentaði í hausinn á mönnum að hugtakið heppni væri ekki til því maður skapar sjálfur sína eigin gæfu. Hraðmótið gekk nokkuð hægt fyrir sig (heyyyoooo) og áður en maður vissi af datt Evrópukeppnin í gang. Óhætt er að segja að það hafi gengið vel í fyrstu tilraun en það er nú bara þannig að þegar þú spilar við lið og leikmenn sem eru betri en þú þá detturðu oft inn á þeirra plan og verður sjálfur betri. Sjálfstraustið fór því alla leið upp í geim og við héldum uppteknum hætti í deildinni og unnum sjálfan Íslandsmeistaratitilinn ósigraðir í 22 leikjum þrátt fyrir að missa þrjá sterkustu menn liðsins í meiðsli. Og ég segi: Geri aðrir betur......eða nei það gerði bara enginn betur!

Það er virkilega gaman að vera Stjörnumaður á sumrin enda er venjan að skella sér alltaf í a.m.k. 4 utanlandsferðir til Evrópu. Það kom berlega í ljós þegar hálfur Garðabærinn fylgdi okkur til Milan einfaldlega vegna þess að hann hafði bara ekkert annað að gera. Evrópuævintýrið var einfaldlega magnað þegar maður lítur aftur til baka því bæði Motherwell og Lech Poznan eru fáránlega sterk lið og í raun ótrúlegur árangur að ná að slá þau út og þá sérstaklega í tveimur leikjum. Heilt yfir ætla ég að fullyrða það að þessi árangur verður ekki toppaður aftur og rökstyðja það með því að segja að leikurinn gegn Inter á San Siro hafi verið næststærsti leikur sumarsins á eftir úrslitaleiknum í Kaplakrika. ÞAÐ er einfaldlega kjánalegt!

Ekki er hægt að skrifa pistil án þess að minnast á hinn magnaða herbergisfélaga minn count Olaf Finsen sem fór hamförum í allt sumar en það er rétt að leiðrétta þann misskilning að þrátt fyrir að hann sé ískaldur á punktinum þá er hann langt í frá að vera taugalaus (sbr. atvikið þegar hann sá síðasta þáttinn af 24 og rústaði hótelherberginu okkar í Skotlandi vegna þess að kellingin dó #spoileralert). Hörður var nú líka heldur betur hneykslaður.

Gríðarlega margir leikmenn stóðu sig frábærlega í sumar og stigu upp þegar mest á reyndi. Ingvar, D-Lax, Höddi, Præst, Addi, Óli, Veigar, Martin, Pablo og litlu strákarnir eiga allt mitt hrós skilið en allir gáfu einfaldlega allt sem þeir áttu og uppskeran var auðvitað eftir því. Silfurskeiðin toppaði sig enn einu sinni og ég skora einfaldlega á Garðabæ að gefa þeim eitt stykki pöbb fyrir frammistöðuna í sumar (#politics #HouseofCards #AtliSpacey). Stuðningur er virkilega vanmetinn þáttur í knattspyrnu og um leið og ég þakka öllum Stjörnumönnum og Skeiðinni fyrir tímabilið þá vil ég einnig óska þeim til hamingju með titilinn! Til hamingju við og Guð blessi Ísland bara líka.

Nokkrir punktar (pronounced by Siggidullz) sem komust ekki í gegnum niðurskurð:
1. Atvikið þegar Ingvar reyndi að kýla boltann á móti Keflavík og þegar hann kýldi Vidic.
2. Atvikið þegar ég kjötaði Vidic (hann átti ekki séns greyið).
3. Atvikið þegar Kári Pé keypti sér rauðan 1000evru jakka í Armani og Brynjar Björn spurði hann hvenær lúðrasveitin ætti að spila! K.O.
4. Atvikið þegar Pepsi fékk response á Tinder en ekki Óli.
5. Atvikið þegar Addi grét eftir Poznan leikinn, Inter leikinn, FH leikinn og yfir Notebook myndinni.
6. Atvikið þegar stuðningsmenn Poznan klöppuðu fyrir Stjörnunni
7. Atvikið þegar Kovacic leitaði mig uppi just to rub it in (#stocker)
8. Atvikið þegar Garðar henti hrúgu á að Rory myndi vinna opna breska.
9. Atvikið þegar Rikki G lýsti Motherwell mómentinu .
10. Atvikið þegar Bödker datt í Krikanum og Logi Ólafsson átti setningu aldarinnar.
11. Atvikið þegar leikmenn fóru í röð á Laugardalsvelli til þess að kaupa miða á leikinn (já einmitt það tíðkast líka á Ítalíu og meginástæðan fyrir að Zlatan fór frá Inter á sínum tíma).
12. Atvikið þegar stúkurnar kölluðust á bæði á Laugardalsvelli og í Krikanum (#respect).

Sjá einnig:
„Þú ert með viðbjóðslega hárgreiðslu fagginn þinn" - FH
115 ár just can't get enough - KR
Lækur gleðitára rennur um Fossvogsdal - Víkingur R.
Evrópski draumurinn - Valur
Heilsteypti Árbærinn- Fylkir
Jafnteflasumarið - Breiðablik
Ísöld - Keflavík
Brekkan - Fjölnir
Vonbrigði - ÍBV
Fall er fararheill - Fram
Skítarákir upp eftir allri dollunni - Þór
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner