Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 24. október 2020 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Danmörk: Mikael lagði upp í toppslagnum gegn Bröndby
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bröndby 2 - 3 Midtjylland
1-0 Andreas Bruus ('16)
2-0 Jesper Lindström ('51)
2-1 Anders Dreyer ('62)
2-2 Pione Sisto ('73)
2-3 Erik Sviatchenko ('94)
Rautt spjald: Sigurd Rosted, Bröndby ('80)

Bröndby tók á móti Midtjylland í toppslag danska boltans í dag. Mikael Neville Anderson var í byrjunarliði Midtjylland á meðan Hjörtur Hermannsson byrjaði á bekknum hjá Bröndby.

Andreas Bruus gaf heimamönnum í Bröndby forystuna og leiddu þeir í leikhlé, 1-0. Í upphafi síðari hálfleiks tvöfaldaði Jesper Lindström forystuna eftir lága sendingu inn í teig.

Gestirnir gerðu þrjár skiptingar og skiptu um gír. Anders Dreyer minnkaði muninn á 62. mínútu eftir flotta fyrirgjöf frá Mikael Anderson og tíu mínútum síðar var Pione Sisto búinn að jafna.

Heimamenn misstu Sigurd Rosted af velli þegar hann fékk sitt annað gula spjald og eftir góðan sóknarþunga náðu gestirnir að tryggja sér sigurinn, verandi manni fleiri, á 94. mínútu. Erik Sviatchenko skoraði þá með skalla eftir hornspyrnu.

Midtjylland náði toppsætinu með sigrinum og er með þrettán stig eftir sex umferðir. Þetta var annað tap Bröndby í röð sem er í öðru sæti með tólf stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner