Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 24. nóvember 2021 17:37
Brynjar Ingi Erluson
Evrópudeildin: Napoli tapaði dýrmætum stigum í Moskvu
Mynd: EPA
Spartak 2 - 1 Napoli
1-0 Aleksandr Sobolev ('3 , víti)
2-0 Aleksandr Sobolev ('28 )
2-1 Eljif Elmas ('64 )

Spartak Moskva er í góðum málum fyrir lokaumferðina í C-riðli Evrópudeildarinnar eftir að hafa unnið Napoli, 2-1, í kvöld.

Rússneski framherjinn Aleksandr Sobolev kom Spartak yfir á 3. mínútu úr vítaspyrnu áður en hann tvöfaldaði forystuna tæpum hálftíma síðar.

Napoli var töluvert meira með boltann í leiknum en náði ekki að nýta sér það. Norður-Makedóníumaðurinn, Eljif Elmas, minnkaði muninn þegar um það bil hálftími var eftir af leiknum. Gerði hann markið með skalla eftir fyrirgjöf Andrea Petagna.

Þetta tap Napoli þýðir það að liðið er í 2. sæti C-riðilsins með 7 stig en Spartak á toppnum með jafnmörg stig en betri markatölu fyrir lokaumferðina. Leicester og Legia eigast við á morgun í sama riðli en Legia er með 6 stig og Leicester 5 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner