Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 25. janúar 2020 15:20
Ívan Guðjón Baldursson
Miklar bætingar í innköstum Liverpool eftir komu Gronnemark
Mynd: Getty Images
Það vakti mikla athygli þegar Liverpool réði Thomas Gronnemark sem innkastaþjálfara á upphafi síðasta tímabils, í ágúst 2018.

Gert var mikið grín af Liverpool á samfélagsmiðlum en starf Gronnemark hjá félaginu hefur haft jákvæð áhrif. Það sást síðast gegn Wolves þegar sigurmark Roberto Firmino kom eftir innkast.

Úrvalsdeildarfélög hafa sjaldan hugsað mikið um innköst og var enska úrvalsdeildin (2017-18) sú versta af stærstu deildum Evrópu þegar kom að hlutfalli tapaðra bolta eftir innköst, með 51,4% tapaða bolta. Liverpool var meðal verstu liða deildarinnar og tapaði knettinum eftir 54,5% innkasta sinna.

Eftir komu Gronnemark hefur sú tala snarlækkað og tapaði Liverpool knettinum aðeins eftir 31,6% innkasta á síðustu leiktíð, sem gerir félagið það næstbesta í innköstum í Evrópu. Besta félagið er FC Midtjylland í Danmörku, en Gronnemark starfar einnig sem innkastaþjálfari þar.

Sjá einnig:
Liverpool búið að ráða þjálfara fyrir innköst
Gerir grín að Liverpool fyrir að vera með þjálfara fyrir innköst
Innkastaþjálfarinn hjá Liverpool: Þetta er skrýtnasta starf í heimi
Liverpool framlengir samninginn við innkastaþjálfarann
Athugasemdir
banner
banner