Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mán 25. janúar 2021 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England í dag - Tottenham mætir Akinfenwa og félögum
Næst síðasti leikurinn í fjórðu umferð elstu og virtustu bikarkeppni í heimi - ensku bikarkeppninni - fer fram í kvöld.

Adebayo Akinfenwa og félagar í Wycombe Wanderers taka þá á móti lærisveinum Jose Mourinho í Tottenham.

Wycombe situr á botni Championship-deildarinnar, næst efstu deild Englands, á meðan Tottenham er í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Leikurinn hefst klukkan 19:45 og verður sýndur í beinni á Stöð 2 Sport 2. Sigurliðið í þessum leik mætir Everton í næstu umferð.

mánudagur 25. janúar

ENGLAND: FA Cup
19:45 Wycombe - Tottenham (Stöð 2 Sport 2)
Athugasemdir
banner