Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 25. janúar 2021 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ronaldo og Messi sögðu nei við Sádí-Arabíu
Cristiano Ronaldo, stórstjarna Juventus.
Cristiano Ronaldo, stórstjarna Juventus.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo, einn besti fótboltamaður allra tíma, hafnaði stóru tilboði frá stjórnvöldum í Sádí-Arabíu um að gerast andlit ferðamannaiðnaðarins þar í landi.

Telegraph segir frá þessu en einnig er talið að Lionel Messi, leikmaður Barcelona, hafi hafnað álíka tilboði.

Ef Ronaldo hefði tekið tilboðinu þá hefði hann fengið 6 milljónir evra á ári fyrir að ferðast til landsins og þá yrði andlit hans notað í alls konar auglýsingum tengdum landinu.

Sádí-Arabía er að reyna að auka ferðamannastrauminn til landsins. Mannréttindamál í Sádí-Arabíu hafa verið gagnrýnd og á vefsíðu Íslandsdeildar mannréttindasamtakana Amnesty International er heil síða um Sádí-Arabíu. Þar segir: „Tján­ingar-, funda-, og félaga­frelsið er veru­lega skert í Sádi-Arabíu. Stjórn­völd hafa lokað öllum óháðum mann­rétt­inda­sam­tökum í landinu frá árinu 2013. Yfir­völd leyfa heldur ekki stjórn­mála­flokka eða stétt­ar­félög. Allar samkomur, þar á meðal frið­samleg mótmæli, hafa verið bann­aðar frá árinu 2011."
Athugasemdir
banner
banner