Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   þri 25. janúar 2022 09:41
Elvar Geir Magnússon
Watford býr sig undir að staðfesta 74 ára Hodgson
BBC segir að Watford sé búið að gera samkomulag við Roy Hodgson, fyrrum landsliðsþjálfara Englands, um að taka við liðinu eftir að Claudio Ranieri var rekinn.

Greint var frá því í gær að Watford væri í viðræðum við Hodgson en nú er bara beðið eftir staðfestingu frá félaginu á ráðningu hans.

Hodgson er 74 ára en hann stýrði síðast Crystal Palace og yfirgaf félagið þegar samningur hans rann út eftir síðasta tímabil.

Hann útilokaði þá ekki að snúa aftur í þjálfun en hann er elsti stjóri sem starfað hefur í ensku úrvalsdeildinni.

Næsti úrvalsdeildarleikur Watford er gríðarlega mikilvægur, fallbaráttuslagur gegn Burnley þann 5. febrúar.

Ítalska Pozzo fjölskyldan sem á Watford hefur unnið með Hodgson þegar hann þjálfaði Udinese um skamman tíma.

Crystal Palace sýndi mikinn stöðugleika undir Hodgson og sigldi alltaf lygnan sjó um miðja deild.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner