Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   fim 25. febrúar 2021 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spilar Musiala fyrsta landsleikinn gegn Íslandi?
Icelandair
Jamal Musiala hefur tilkynnt að hann muni spila fyrir þýska landsliðið frekar en það enska.

Hinn 17 ára gamli Musiala hefur vakið athygli með Bayern Munchen á tímabilinu en hann var á skotskónum gegn Lazio í Meistaradeildinni í vikunni.

Musiala fæddist í Þýskalandi og á þýska móður en faðir hans á ættir að rekja til Englands og Nígeríu. Musiala flutti sjö ára til Englands með fjölskyldu sinni og bjó þar í átta ár áður en hann fór aftur til Þýskalands fyrir tveimur árum.

Musiala spilaði með enska U21 landsliðinu í fyrra en hann hefur nú ákveðið að spila fyrir þýska landsliðið í framtíðinni.

Mögulega gæti fyrsti A-landsleikur hans komið gegn Íslandi í undankeppni HM í næsta mánuði. Þýski fjölmiðillinn Bild segir að hann verði valinn í A-landsliðið í fyrsta sinn í næsta mánuði. Hann verði ekki valinn í þýska U21 landsliðið sem tekur þátt í lokakeppni EM á sama tíma.

Þess má geta að íslenska U21 landsliðið tekur einnig þátt í lokakeppni EM U21 landsliða á sama tíma og það verður gaman að sjá hvernig landsliðshóparnir verða.

Ísland og Þýskaland mætast í fyrsta leik í riðlinum í undankeppni HM 2022. Leikurinn verður í Þýskalandi 25. mars.


Athugasemdir
banner