Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 25. febrúar 2024 18:55
Brynjar Ingi Erluson
Kelleher steig upp á ögurstundu - „Betra fyrir hjartað“
Mynd: Getty Images
Írski markvörðurinn Caoimhin Kelleher var einn besti maður Liverpool er það vann enska deildabikarinn á Wembley í dag.

Kelleher, sem er 25 ára gamall, hefur þurfti að stíga upp í fjarveru Alisson Becker.

Hann hefur verið í samkeppni við Alisson síðustu ár en eðlilega hefur það verið erfitt fyrir hann að fá mikinn spiltíma þar sem Brasilíumaðurinn er talinn einn og ef ekki besti markvörður heims.

Alisson er nú frá vegna meiðsla og hefur Kelleher því fengið tækifæri í markinu og í dag þakkaði hann traustið. Kelleher varði frábærlega í leiknum.

Þetta var í annað sinn sem hann vinnur deildabikarinn en hann stóð einmitt líka í markinu er Liverpool vann bikarinn fyrir tveimur árum

„Þetta eru augnablikin sem maður dreymir um. Þetta er betra fyrir hjartað en að fara í vítaspyrnukeppni. Annað magnað augnablik fyrir mig og gæti ég ekki verið ánægðari.“

„Við viljum ekki fara fram úr okkur en þetta er gott fyrir skriðþungann. Við erum á góðum stað í augnablikinu.“

„Hann er ótrúlegur, alltaf heill og stígur alltaf upp. Hann er að ýta okkur áfram í að vinna fleiri titla,“
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner