Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Guðlaugur Victor: Þetta var rosaleg varsla hjá honum
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
   þri 25. febrúar 2025 11:00
Hafliði Breiðfjörð
Le Mans
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Kvenaboltinn Icelandair
Létt yfir Cecilíu og Dagný Brynjarsdóttur á æfingu í Le Mans.
Létt yfir Cecilíu og Dagný Brynjarsdóttur á æfingu í Le Mans.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leikinn gegn Sviss.
Fyrir leikinn gegn Sviss.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við verðum ekki jafnmikið með boltann og erum undir það búnar," sagði Cecilía Rán Rúnarsdóttir markvörður íslenska landsliðsins við Fótbolta.net í Le Mans í Frakklandi.

Liðið gerði markalaust jafntefli við Sviss á föstudagskvöldið en mætir í kvöld Frökkum hér í Le Mans.

„Þær eru með mjög góða einstaklinga en ekki jafngott lið og við erum með. Þetta verður hörkuleikur. Það er erfitt að finna lið með betri liðsheild en íslenska liðið. Það hefur fleytt okkur langt hingað til og heldur áfram næstu árin."

Cecilía var búin að festa sig í sessi sem aðalmarkvörður Íslands en var lengi frá vegna meiðsla á síðasta ári. Á sama tíma stóðu Fanney Inga Birkisdóttir og Telma Ívarsdóttir sig frábærlega í markinu. Cecelía var svo í byrjunarliðinu gegn Sviss á föstudaginn en var hún farin að óttast að hún gæti misst sætið þegar hún sneri aftur?

„Ég segi það ekki, ég var bara heima að hugsa um að koma mér til baka svo ég studdi þær og var ánægð að sjá þegar þær stóðu sig vel því það þýðir að íslenska liðið stendur sig vel líka. Ég vildi bara koma til baka og gera mitt besta en svo velur þjálfarinn bara liðið og ég get ekki gert neitt í því."

Nánar er rætt við hana í spilaranum að ofan og þar ræðir hún tímann sinn með Inter á Ítalíu en þar hefur hún verið frábær og oft haldið hreinu.
Athugasemdir
banner