Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   þri 25. febrúar 2025 09:00
Hafliði Breiðfjörð
Le Mans
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Kvenaboltinn Icelandair
Hlín á æfingu Íslands í gær.
Hlín á æfingu Íslands í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlín lætur finna fyrri sér gegn Sviss.
Hlín lætur finna fyrri sér gegn Sviss.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Frammistaðan á móti Sviss var kannski ekki okkar besta en við getum tekið eitthvað jákvætt með okkur og svo höldum við bara áfram," sagði Hlín Eiríksdóttir kantmaður Íslands við Fótbolta.net en Ísland gerði markalaust jafntefli við Sviss í Þjóðadeildinni á föstudaginn.

Framundan er leikur við Frakka í Le Mans klukkan 20:10 í kvöld.

„Það er alveg viðbúið að þær frönsku verði kannski slatta með boltann. Við erum búnar að fara yfir þær og hvernig þær spila. Það er hellings pláss á móti þeim og það er okkar að nýta það sem best," sagði Hlín.

„Norska liðið stóð mjög vel í þeim og hefðu átt skilið að taka meira með sér en ekkert stig úr þeim leik. Það eru því möguleikar en það verður erfitt og við þurfum að eiga okkar besta dag."

Snýst þetta kannski svolítið um sjálfstraust, að vita að þið getið gert eitthvað á móti þeim?

„Já, algjörlega. Það er gott að sjá að það eru göt í þeirra varnarleik. Það eru risastór svæði sem geta verið opin á móti þeim og við þurfum að fara inn í þau svæði á réttum tímapunktum og nýta okkur það sem best."

Nánar er rætt við Hlín i spilaranum að ofan þar sem hún ræðir félagaskiptin óvæntu til Leicester City
Athugasemdir
banner