Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 25. mars 2023 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Launin skiluðu sér til leikmanna Wigan: Óásættanlegt virðingarleysi
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Leikmenn og starfsfólk innan herbúða Wigan Athletic, sem er í bullandi fallbaráttu í Championship deildinni, hafa loksins fengið launin sín greidd.


Wigan hefur átt í gífurlegum fjárhagsvandræðum að undanförnu og voru þrjú stig dregin af liðinu á dögunum vegna vangoldinna launa til starfsmanna sinna. Wigan vermir botnsæti deildarinnar og þarf að vinna nokkra leiki í röð til að eiga möguleika á að forðast fall aftur niður í C-deildina.

Leikmenn Wigan eru brjálaðir yfir hegðun stjórnenda félagsins í miðri krísu. Þeir ásaka stjórnendur um að sýna leikmönnum og stuðningsmönnum algjört virðingarleysi með sífellum lygum þegar verið er að leita lausna á vandamálum félagsins í sameiningu.

„Ég get fullyrt það að svona sein launagreiðsla mun ekki koma fyrir aftur. Þetta má ekki gerast aftur," sagði Talal Al Hammad, forseti Wigan, eftir að laun voru greidd til leikmanna í gær.

Ólíklegt er að leikmenn trúi þó þessum orðum forsetans í ljósi þess að þetta er í fjórða sinn á tímabilinu sem laun leikmanna berast alltof seint.

„Við erum allir stoltir að spila fyrir þetta fótboltafélag og áttum okkur á því að þetta hefur verið afar erfitt og krefjandi tímabil fyrir alla sem koma nálægt liðinu," segir í yfirlýsingu leikmanna. „Þrátt fyrir það erum við þreyttir á röngum upplýsingum frá stjórnendum þegar kemur að launamálum. Þetta er í fjórða sinn á leiktíðinni sem við fáum launin okkar greidd alltof seint.

„Þetta snýst ekki bara um leikmenn, heldur allt starfsfólkið innan félagsins. Okkur hefur verið sýnt óásættanlegt virðingarleysi, þetta ástand verður að breytast."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner